Kisan okkar er farin

Depill
1988 - 2008
R.I.P
 
20050825224601_0

Hann Depill okkar dó í dag... klukkan 15.20... hann var orðinn 20 ára og maður mátti svosem alveg búast við þessu... en maður er samt einhvernveginn aldrei tilbúinn þegar að svona kemur þótt að það séu dýrin manns... Hann var samt svo mikill karakter og ég sakna hans mjög mikið og finnst þetta sorglegt. Hann kom alltaf til manns t.d þegar að maður var í baði og sat á baðbrúninni og drakk úr baðinu hjá manni... hann vildi helst vera étandi allan daginn og hann var forystusauður dýranna á heimilinu... enginn þorði að gera nokkuð nema að hann "leyfði" hehe. Hann réð líka... hin dýrin fengu sér ekki að borða nema hann væri búinn að borða og komu ekki nálægt vatsskálinni ef hann var að drekka...
Við erum búin að eiga hann síðan að ég var 6. ára... Arna og Brynja fengu hann í 2 ára afmælisgjöf og Benni er búinn að alast upp með honum alla ævi... Benni var t.d með barnaastma þegar hann var lítill... og einhvernveginn gerði kötturinn sér grein fyrir því að hann ætti ekki að koma of nálægt barninu en hann gat samt ekki haldið sig of fjarri. Ef Benni svaf úti í vagni þá svaf hann alltaf ofan á svuntunni á vagninum en ef Benni svaf inni þá svaf hann undir vöggunni... Hann vék heldur aldrei frá okkur ef við veiktumst en hann kom samt ekki of nálægt ef við vorum með ælupesti og lágum í rúminu mömmu og pabba þá lá hann til fóta og passaði okkur..Hann átti það líka til að fylgja mér í skólann...alveg þangað til að við komum að gangbrautinn en þá fór hann ekki lengra.. ég hélt að hann mundi ekki rata aftur heim en hann var alltaf heima þegar ég kom heim í hádeginu.. hann faldi sig líka oft fyrir okkur þegar við vorum lítil... við kunnum kanski ekkért að fara sérstaklega vel með greiið en pabbi átti gamlan skemmtara sem hann kunni að láta fara vel um sig inni í.. núna seinustu árin átti hann alltaf pláss hjá einhverju okkar við höfuðgaflinn... helst ofan á koddanum okkar... oftast var hann hjá pabba en upp á síðkastið hefur Brynja og koddinn hennar verið í miklu uppáhaldi... en Brynja mátti samt helst ekki lyggja á koddanum vegna þess að hann átti að vera það og hann átti það til að ýta henni í burtu þar til hann fékk það sem hann vildi... svo lá hann hjá henni og kyssti hana alla. svo kúrði hann líka stundum með hundunum og einhvern daginn þegar ég kom heim þá lá hann inni í búri og kúrði hjá Perlu, en þá hélt ég líka að hann væri endanlega genginn af göflunum... því hann var ekki vanur að vera góður við hundana hvað þá að kúra hjá þeim. Ætla að láta þetta duga núna
Elsku Depill okkar... takk fyrir allan góða tímann með okkur... við söknum þín mikið.
 
20041019004541_0
 

 

Nú er ég fu ullur...

og orðin nokkuð ru ugluð... haha... var að koma heim af skaffirsku djammi með einari ágúst og e-h kalli úr sixties... ágætis kvöld Wink var samt mikið að týna fólki og svona og ákvað svo að fara bara heim að sofa...orðin nokkuð þreytt... vissuð þið að ég hrýt haha ég hrýt á nóttunni... finnst það pínu fyndið en ég hrýt... ekki gott samt hmmm. Veit ekkért hvað ég er að bulla... fannst eurovision enda vel í kvöld... bara nokkuð sátt með að senda þau þarna tvö til serbíu að taka þátt fyrir íslands hönd... heyri í fullt af bílum fyrir utan... og er full... það var geggjað gaman um seinustu helgi... þá fór ég á föstudagskvöldinu út að borða með ósk haha á stjörnu torgi í kringlunni og svo fórum við í leikhús á jesus christ superstar...og allar mínar helgar eru næstum út planaðar... en nóg um það... svo á laugardagskvöldinu fór ég á 10 ára reunion með mínum árgang í hólabrekkuskóla... ég var varla að meika það að fara en nottlega ákvað að skella til það var ekki annað hægt... mætti þarna og það var bara drullu gaman að hitta liðið eftir 10 ár.. og eiginlega hugsaði maður með sér að hið ótrúlegasta fólk væri að tala við mann þarna... væri til í að halda sambandi við þau en e-h veginn gengur það ekki.. það eru allir komnir í sitthvora áttina... margir komnir svo langt og búnir að upplifa svo margt og aðrir sem eru eiginlega bara rétt að hefja lífið... samt svoldið fyndið... sumir búnir að læra hjúkrunarfræði og gætu þess vegna átt eftir að lenda í því að taka mig að sér sem nema sem væri samt svoldið fáránlegt þar sem að ég útskrifaðist með þessu fólki og er svo langt á eftir e-h... en so fockin what... ég hef alltaf miðað mig svoldið mikið við Örnu og Brynju og er e-h veginn bara á sama leveli og þær og þeirra árgangur og mér er alveg sama og líður bara ágætlega með það hvernig mitt líf hefur þróast...og er ótrúlega ánægð með það að ég, Arna og Brynja skulum vera svona góðar vinkonur... en ég á líka frekar erfitt með að hleypa fóli að mér og það að leiðandi á ég erfiðara með að eignast vini... en ég er búin að sjá það að ég á samt svo fullt af vinum í dag... eftir að ég flutti á krókinn er ég farin að standa ótrúlega mikið á eigin fótum og farin að kynnast fólki á öllum aldri... jæja ætli sé ekki best að fara að hætta þessu röfli og fara að sofa... mér finnst samt verst hvað ég sakna allra rosalega mikið þegar að ég er á Akureyri... ég held að ég sé skrýtin... mér finnst svo vænt um dýrin mín og á svo ótrúlega erfitt með að vera án þeirra... get ekki lýst þessu og ég veit að mörgum finnst ég skrýtin og skylja mig ekki en ég bara er svona mér finnst vænt um allt sem er minnimáttar... hvað sem það er. En ætla að fara að sofa... er búin að tjá mig alveg nógu helvíti mikið núna... haha...

 


Here I am

Ég er eiginlega hætt að blogga... hef aldrei frá neinu merkilegu að segja svosem... það gengur samt alveg ágætlega þessa dagana fyrir utan þetta leiðinda veður sem er búið að vera upp á síðkastið... Kuldi og mikill snjór... Brynja er enn með mikinn bjúg á fætinum svo það verður líklega flítt fyrir mænuskaðaeftirlitinu sem hún þarf að fara í árlega og séð hvað hægt er að gera... þetta er frekar leiðinlegt þar sem flest annað gengur vel... Hún er t.d farin að geta synt bringusund sem hún gat ekki og er farin að geta tæmt þvagblöðruna betur en hún gerði áður... svo þetta með bjúginn á fætinum er leiðindamál. Arna er bara á fullu að vinna á leikskólanum og líkar vel og þær báðar eru á fullu í skólanum líka... annars er ég líka alltaf á fullu í skólanum... nóg að gera í því... mjög skemmtilegt þar sem við erum farin að fara í verklega tíma og svo förum við í klínískt nám seinna á þessari önn... 

Jæja ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili... best að fara að sofa og hvíla lúin bein... svo er það Reykjavík um næstu helgi og Reunion frá hólabrekkuskóla... búið að plana næstu helgar alveg stíft... LoL

Gunna mín... best að gleyma þér ekki... en til hamingju með afmælið... Wizard


Long time no see !!!

Ætla að byrja á því að óska Ósk og Svandísi Ósk til hamingju með afmælið í dag... þær eru 3 ára og 24 ára gamlar mæðgurnar.  Wizard

Annars er ég í vísindaferð í Reykjavík núna... fórum klukkan hálf þrjú á föstudaginn frá akureyri og vorum komin í bæinn klukkan 20.30... við vorum í fokking sex tíma í brjáluðu veðri og svo var stoppað á hverjum einasta stað á leiðinni... en til allrar óhamingju var ég ekki að drekka... því þá hefði ferðin kanski verið skemmtilegri og fljótari að líða... og nota bene... þá þurfti að borga 50 kall í hreðavatnsskála fyrir að fá að míga... ef þú ætlar bara að pissa þar en ekki versla þá skaltu gjöra og svo vel og borga 50 krónur fyrir að kasta þvagi þar... GetLost annars er þetta búin að vera hin fínasta ferð.. fórum og skoðuðum bráðamóttökuna í fossvoginum og vistor í garðabænum og svo eitthvað eitt í viðbót sem ég man ekki alveg hvað var... og svo var farið út að borða.

meira seinna... upptekin í bili  


well well

Smile Jæja þá tekur ískaldur raunveruleikinn við aftur... jólastússið er búið og hin venjulega rútína kemst á... mig hlakkar bara frekar mikið til þessarar annar... fyrir utan efnafræðina... hef aldrei getað áttað mig nógu vel á henni Errm Jólin voru mjög fín og ég fékk margar fínar gjafir... en drykkjuspilið frá Ósk stendur þó uppúr og var tekið í gagnið strax um jólin og gerði sko sitt gagna Grin hehe... áramótin voru góð og skaupið í betra lagi... annars græt ég yfirleitt á áramótunum... finnst þau sorgleg... finnst sorglegt að kveðja e-h sem kemur aldrey aftur og hugsa alltaf til baka og e-h hluta vegna kemur alltaf allt það leiðinlega og sorglega upp í hugann á mér... eins og allt það leiðinlega sem gerðist á síðasta ári... en ég græt samt í hljóði... læt engann sjá að mér líði illa segi bara frá því hérna haha !!! annars var seinasta ár nokkuð gott... ekkért þannig neikvætt sem gerðist í kringum mig sem svo oft vill gerast... fannst þó leiðinlegt að Dimma skyldi þurfa að fara frá okkur... það þarf ekki annað til, til þess að fá mig til að fá kökk í hálsinn... Crying

En næsta ár það er 2008 verður vonandi gott... Arna er allavega komin í nýja vinnu... á leikskóla... enda er hún algjör barnagæla... það gekk reyndar ekki nógu vel hjá Brynju um jólin... hún er með svo mikinn bjúg á fætinum að hún getur varla stigið í hann... og enginn finnur neina skýringu þar á... hún er ekki með blóðtappa... hún er ekki brotin... og því skilur enginn hvers vegna þetta gerist... en ég ætla að segja þetta gott í bili og bið ykkur vel að lifa... annars þarf ég að fara að kaupa mér far til danaveldis... ætla að reina að skreppa þangað í sumar... bara svona vildi láta ykkur vita af því sko heheTounge


Nýárskveðja

Ég vil óska öllum sem leggja leið sína hingað inn á síðuna mína
Gleðilegs nýs árs. Og takk fyrir allt á árinu sem er að líða.
Frá okkur Ástu, Örnu og Brynju. 
Og takk fyrir allar baráttukveðjurnar sem við höfum fengið síðastliðin ár.

Happy 2008



Vúúú Húúú

Jæja best að bloggast smá... Reykjavíkurferðin mín var bara geggjuð og skemmtileg... við Ósk fórum náttlega í afmæli til Hemma vinar okkar en hann á stað í bænum sem heitir Black... þetta er staður fyrir gay people... og við Ósk gátum náttúrulega ekki annað en bara drukkið það sem í boði var og horft á fólkið... þetta er náttlega alveg fyrir utan okkar menningu... og menningarsjokk fengum við ef svo má að orði komast þarna voru t.d strákar eða "karlmaður í kvennmannsklæðum, allur klæddur silkislæðum, nælonbönd og nælonsokka hefur þessa yndisþokka... eins og segir í ljóði sem maður sem ég þekki samdi... en við stönsuðum ekki lengi við þarna... við fórum á pöbbarölt... hressó, glaumbar og meira til... hittum fullt af fólki og hrundum í það Grin

Ég fór líka í verslunarleiðangur og í bíó með litlu dúlluna mína hana Hafdísi Birnu... maður verður að snúast pínu fyrir þessi litlu kríla frændsystkini sín þegar að maður kemur í bæinn... Við Hafdís sáum Fred Claus... gasalega skemmtileg jólamynd Wink Svo er ég líka búin að finna kærustu handa Gutta mínum... hann fær að eignast hvolpa eftir svona ca 3 - 5 ár. enda er kærastan bara 2 mánaða ennþá en hann er orðinn 4 ára... en ég held samt að aldurinn skipti ekki miklu máli í þessu samhengi... vona allavega ekki... Svo skrapp ég aftur í blóðprufu því blóðprufurnar komu ekki alveg nógu vel út seinast hjá mér en það er vonandi búið að laga núna...FootinMouth

En núna er þetta komið gott í bili ég ætla ekki að blogga núna aftur fyrir jólin... kanski á milli jóla og nýárs... þannig að ég ætla bara að óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og hafið það sem allra allra best.

 

Holiday Cheer

More Graphics at pYzam.com


Læknavesen

Ég er búin að vera að hugsa ansi mikið um eitt núna síðastliðna daga.... þegar fólk er í háskóla eins og ég og þarf að fara til læknis á þriggja mánaða fresti til Reykjavíkur og er í háskólanum á akureyri á maður þá bara að sleppa því að fara til læknisins þótt að maður missi úr seinustu tímana fyrir próf. Ég átti að fara til tveggja lækna og í eina rannsókn... reyndar nokkrar rannsóknir og ég var búin að ná að troða þessu öllu saman á einn dag... Nú spyr ég bara á ég að láta skólann ganga fyrir eða heilsuna... mér finnst að heilsan eigi að koma fyrst þar sem ég gæti aldrei látið skólann ganga fyrir ef ég missti heilsuna.. fyrir utan það að ég get lesið bækurnar og glósurnar hvar sem ég er á landinu og hlustað á tímana úr skólanum í tölvunni minni nánast hvar sem ég er á landinu.... og ég er ekki búin að vera það heppin með heilsuna þannig að ég þori að sleppa því að fara til læknis... þótt að ég missi úr skólanum... ég hef alltaf þurft að gera þetta svona og breyti því held ég ekki núna þrátt fyrir að ég sé komin í háskóla t.d vegna þess að ég gæti ekki mikið stundað þetta nám ef ég þyrfti að vera í nýrnavél.

Reality Bites

Brrr... kuldaboli kominn og jólin nálgast óðum... prófin eru í alvörunni að fara að byrja... þetta er allt eitthvað svo óraunverulegt og fljótt að líða... ég átti einmitt afmæli á sunnudaginn innan gæsalappa allavega... 8 ára nýrna afmæli :) unbeliefable... mér finnst ég hafa gengist undir þetta í gær lyggur við en allt í einu er ég komin hátt á þrítugs aldurinn haha skrýtið... og healthier than ever á öðru bootcamp námskeiði sem er einmitt að verða búið... fimmta vikan er að byrja núna held ég allavega er ekki alveg viss :S og þetta er mjög gaman

Blogg, blogg, blogg

Fólk er e-h farið að rukka um að það sé bloggað hérna... það er svosem lítið að frétta... prófin byrja eftir ca, 20 daga og ég get ekki neytað því að ég er pínu stressuð í mallanum yfir þessu öllu saman... Ég er ein heima á Akureyri þessa stundina og mér finnst það leiðinlegt... ég kann ekki að vera svona ein ég vil helst hafa e-h í kringum mig þannig að ég viti að ég sé ekki ein. Þó það væri ekki nema kanski einn af hundunum mínum hérna þá væri það strax betra. Ég þakka gott djamm í gær stúlkur mínar og Við Guðrún (Bogi og Örvar) máluðum bæinn algjörlega rauðann ef svo má að orði komast hahaha :D Í dag er því góður Þunnudagur eða svoleiðis, en tónleikarnir með jagúar í gær voru geggjaðir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband