Kisan okkar er farin

Depill
1988 - 2008
R.I.P
 
20050825224601_0

Hann Depill okkar dó í dag... klukkan 15.20... hann var orðinn 20 ára og maður mátti svosem alveg búast við þessu... en maður er samt einhvernveginn aldrei tilbúinn þegar að svona kemur þótt að það séu dýrin manns... Hann var samt svo mikill karakter og ég sakna hans mjög mikið og finnst þetta sorglegt. Hann kom alltaf til manns t.d þegar að maður var í baði og sat á baðbrúninni og drakk úr baðinu hjá manni... hann vildi helst vera étandi allan daginn og hann var forystusauður dýranna á heimilinu... enginn þorði að gera nokkuð nema að hann "leyfði" hehe. Hann réð líka... hin dýrin fengu sér ekki að borða nema hann væri búinn að borða og komu ekki nálægt vatsskálinni ef hann var að drekka...
Við erum búin að eiga hann síðan að ég var 6. ára... Arna og Brynja fengu hann í 2 ára afmælisgjöf og Benni er búinn að alast upp með honum alla ævi... Benni var t.d með barnaastma þegar hann var lítill... og einhvernveginn gerði kötturinn sér grein fyrir því að hann ætti ekki að koma of nálægt barninu en hann gat samt ekki haldið sig of fjarri. Ef Benni svaf úti í vagni þá svaf hann alltaf ofan á svuntunni á vagninum en ef Benni svaf inni þá svaf hann undir vöggunni... Hann vék heldur aldrei frá okkur ef við veiktumst en hann kom samt ekki of nálægt ef við vorum með ælupesti og lágum í rúminu mömmu og pabba þá lá hann til fóta og passaði okkur..Hann átti það líka til að fylgja mér í skólann...alveg þangað til að við komum að gangbrautinn en þá fór hann ekki lengra.. ég hélt að hann mundi ekki rata aftur heim en hann var alltaf heima þegar ég kom heim í hádeginu.. hann faldi sig líka oft fyrir okkur þegar við vorum lítil... við kunnum kanski ekkért að fara sérstaklega vel með greiið en pabbi átti gamlan skemmtara sem hann kunni að láta fara vel um sig inni í.. núna seinustu árin átti hann alltaf pláss hjá einhverju okkar við höfuðgaflinn... helst ofan á koddanum okkar... oftast var hann hjá pabba en upp á síðkastið hefur Brynja og koddinn hennar verið í miklu uppáhaldi... en Brynja mátti samt helst ekki lyggja á koddanum vegna þess að hann átti að vera það og hann átti það til að ýta henni í burtu þar til hann fékk það sem hann vildi... svo lá hann hjá henni og kyssti hana alla. svo kúrði hann líka stundum með hundunum og einhvern daginn þegar ég kom heim þá lá hann inni í búri og kúrði hjá Perlu, en þá hélt ég líka að hann væri endanlega genginn af göflunum... því hann var ekki vanur að vera góður við hundana hvað þá að kúra hjá þeim. Ætla að láta þetta duga núna
Elsku Depill okkar... takk fyrir allan góða tímann með okkur... við söknum þín mikið.
 
20041019004541_0
 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj hann var svoo sætur ég á efir að sakna hans alveg helling...

Birna (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:07

2 identicon

Hæ Ásta ég ætlaði ekki að trúa fyrirsögninni hérna að ofan þvi að ég man vel eftir honum Depli þegar að við bjuggum í Háberginu :) Og ja það er alltaf leiðinlegt þegar að dýrinn manns fara sérstaklega þegar að þau hafa verið með manni svo til alla ævi :)

Kveðja Maja ( hábergi 6)

Maja (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband