Glóðurauga og fleiri líkamlegir kvillar... hahaha

Ég fór á skíði í dag sem er nú kanski ekki frásögu færandi en ég datt og er með skrámur og glóðurauga eftir fallið á skíðunum þar sem ég gerði heiðarlega tilraun til þess að fara á e-h smá stökkpalla... eftir að ég datt ákvað ég að halda mig bara við sama gamla planið og fara upp að fimmta staur í tindastól og renna mér eins og mjög óöruggur krakki niður brekkuna FootinMouth en það er samt alveg ótrúlegt að sjá þessi litlu kríli renna sér niður á fullri ferð, ég bara skil ekki hvernig þau þora þessu. en allavega þá er eiginlega hægri hliðin á líkamanum á mér í lamasessi, þar sem ég ákvað í gær að skreppa aðeins út og datt svona líka skemmtilega á hausinn og marði á mér hnéið og það er svona eins og að það hafi blætt inn á liðinn... ég er svo seinheppin manneskja. Svo er nottlega ekki nýrað að gera sína bestu hluti þessa dagana en það er einmitt hægra megin í mér líka hahaha Smile en kreatínið er ekki alveg að fara eins langt niður og ég mundi vilja svo ég var sett aftur á stera í tvær vikur og svo á ég að fara aftur í blóðprufu... en ég vona að þetta komi nú til... þar sem að það væri allt ónýtt ef ég þyrfti að fara í skylun aftur... en ég er óneitanlega pínu stressuð yfir þessu öllu saman.

Jæja ég ætla að segja þetta gott í bili og bið ykkur vel að lifa... en kanski gaman að segja frá því að Brynja er farin að fara á hestbak sem er hluti af þjálfuninni hjá henni Smile henni finnst það rosalega gaman og lækninum okkar lýst afskaplega vel á þetta. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband