Here I am

Ég er eiginlega hætt að blogga... hef aldrei frá neinu merkilegu að segja svosem... það gengur samt alveg ágætlega þessa dagana fyrir utan þetta leiðinda veður sem er búið að vera upp á síðkastið... Kuldi og mikill snjór... Brynja er enn með mikinn bjúg á fætinum svo það verður líklega flítt fyrir mænuskaðaeftirlitinu sem hún þarf að fara í árlega og séð hvað hægt er að gera... þetta er frekar leiðinlegt þar sem flest annað gengur vel... Hún er t.d farin að geta synt bringusund sem hún gat ekki og er farin að geta tæmt þvagblöðruna betur en hún gerði áður... svo þetta með bjúginn á fætinum er leiðindamál. Arna er bara á fullu að vinna á leikskólanum og líkar vel og þær báðar eru á fullu í skólanum líka... annars er ég líka alltaf á fullu í skólanum... nóg að gera í því... mjög skemmtilegt þar sem við erum farin að fara í verklega tíma og svo förum við í klínískt nám seinna á þessari önn... 

Jæja ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili... best að fara að sofa og hvíla lúin bein... svo er það Reykjavík um næstu helgi og Reunion frá hólabrekkuskóla... búið að plana næstu helgar alveg stíft... LoL

Gunna mín... best að gleyma þér ekki... en til hamingju með afmælið... Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásta mín,

þú veist að þú kemst ekki upp með að gleyma mér, þú ert bara minnt á hlutina.

   Kv. Gunna.

Gunna (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband