Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2006 | 00:12
Gaman gaman!

Í dag gerðist sá merkilegi hlutur að Arna losnaði við kórónuna á hausnum og það var haldinn fjölskyldufundur en það kom allt vel útá honum og Brynju fer fram framar vonum.... Þær fengu báðar nýjan kraga og hann er léttari og betri en sá sem Brynja var með og þær þurfa ekki að sofa með hann... Brynja sagði að það væri eins og hausinn héngi í lausu lofti þegar kraginn væri farinn af :) En það er eitt sem pirrar mig svolítið... Á borgarspítalanum var okkur sagt að það hefði ekki haft nein árhif á heilann blæðingin sem var á hausnum á Brynju og á grensás er okkur sagt að það hafi orðið þrýstingur á heilann og á Borgarspítalanum var okkur sagt að það væri mar við mænuna á Brynju en á Grensás var okkur sagt að hún væri með mænuskaða á tveimur stöðum... og Bæklunarlæknirinn segir að Brynja eigi örugglega eftir að ganga aftur... En hvernig er það með þetta fólk... ber það ekki saman bækur sínar eða er það ekki að lesa úr sömu myndum og skýrslum og hverju á maður að trúa.... Þoli ekki svona þegar einn segir hitt og hinir annað... It makes me really mad !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2006 | 20:14
And here comes weather with Harvey Leather !
Ég hef glæsilegar fréttir að færa... Það hefur síðastliðinn mánuð allavega þurft að tappa af Brynju þvagi 4 sinnum á dag síðan hún losnaði við þvaglegginn og það var ekki vitað hvort hún gæti nokkurntímann pissað sjálf aftur en viti menn í dag kom sprenging og Brynja pissaði sjálf... það var nú reyndar þannig að Kalli frændi sagði e-h voða fyndið og hún hló svo mikið að þetta kom bara allt af sjálfu sér... Til hamingju Brynja !!! Arna losnar líklegast svo við kórónuna á Þriðjudaginn og þá ætla þær systur að skella sér í kringluna á Fimmtudaginn og eyða svolitlum peningum... Kominn tími til stelpur mínar :)
Það er réttarball í reiðhöllinni á Laugardaginn og ég fer þangað !!! Who is with me ? En svo er líka ball á Brodway sem mig langar alveg hrikalega til að fara á :/en það er ball með Magna Rockstar og Dilönu... en ég kemst líklega ekki vegna peningaskorts og mamma og pabbi eru í Reykjavík svo ég þarf að vera með hundana og Benna heima... :/ Afhverju þarf alltaf allt það skemmtilegasta að vera á sömu helgunum... Bömmer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2006 | 15:12
Þriðjudagur 19. september



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2006 | 00:16
Vá Vá Vá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2006 | 11:08
The thunder from downunder :)

Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2006 | 00:47
Er kominn tími til að blogga eða hvað...


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2006 | 17:30
Endalaust Góðar fréttir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2006 | 20:33
Ásta fer í skóla :)
Jæja þá er maður búinn að skrá sig í skóla :D ég fer í fimm fög núna fyrir jólin og þrú eftir jólin og næsta vor get ég útskrifast sem stúdent... það er að segja ef ég stend mig og held þetta út :/ mér verður að takast það því ég nenni ekki að vera í skóla þangað til að ég er orðin gamalmenni en góðu fréttirnar eru þær að ég get útskrifast sem stúdent á sjúkraliðabraut hérna fyrir norðan sem er svolítill léttir en ég hélt að ég þyrfti að klára fögin sem ég á eftir hérna og útskrifast svo frá FB eða FÁ... En nú er bara harkan sex og klára þetta :)... Ég er alveg að verða brjáluð hérna... chihuahua hundurinn Örnu og Brynju er í látum og Gutti labradorhundurinn okkar lætur hana ekki í friði... það yrði nú e-h skrautlegt sem kæmi útúr því ef hann færi á hana en ætli tíkin væri ekki dauð áður en hann gæti nokkuð gert við hana... U know what I mean...
Arna og Brynja eru bara búnar að vera hressar uppá síðkastið og Brynja er alveg með það á hreinu að hún verði farin að dansa eftir nokkra mánuði... Það er svosem allt á réttri leið og allt lítur mjög vel út með hana og maður sér alltaf e-h nýtt þegar maður sér hana :) Arna er líka kát og er búin að sætta sig við það að hafa Kleópötru kórónuna á hausnum í mánuð í viðbót... það er spurning hvort hún fái e-h að þvo á sér hárið í millitíðinni :/ En annars vildi ég segja það að nú verður e-h að fara að takast á við vegaframkvæmdir á þessu landi... þetta er alveg hræðilegt... það er endalaust e-h slæmt að ske í umferðinni og mér finnst að nú sé kominn tími til að taka höndum saman og fækka þessum slysum... Það eru alltof mörg banaslys á þessu landi miðað við fjölda íbúa. Ég var t.d að keyra hérna norður um daginn í rigningu og roki og lennti mjög oft í því að vera blinduð af vatni sem slettist á bílinn minn frá öðrum bílum með tengivagna sem voru miklu stærri en bíllinn minn en ekki nóg með það heldur þegar ég var í göngunum var e-h töffari (NOT) að taka framúr öllum þar... Til hvers að gera það... hámarkshraðinn í göngunum er bara 70. km/klst. skil þetta ekki... en ég er nú bara farin að ramba úr einu í annað núna svo ég held að ég ætti að fara að hætta þessari vitleysu... En það þarf samt að hafa tvær akreinar í hvora átt úti á landsbyggðinni... en það verður aldrei hægt vill ekki segja hvers vegna... en ég vil nú ekkért vera að fara útí neitt rifrildi hérna...
Guð gefi mér æðruleysi til
að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2006 | 14:24
Þriðjudagur 29. ágúst.
Stelpurnar voru fínar og í mjög góðu skapi þegar að ég fór frá þeim í gær. Við Arna fórum í göngutúr með Heiðu í kringum Grensás og sátum svo lengi úti með hana og vorum að spjalla. Brynja hafði verið í baði þannig að við vorum bara að dunda okkur á meðan. Brynja var í rosa góðu skapi eftir baðið og gerði grín af okkur og sjálfri sér... Sagðist vera mjög ánægð með þetta nýja herbergi sitt... en hún hélt að það væri búið að færa hana í annað herbergi sem var að vísu ekki rétt :/ Í morgun fóru þær svo í endurkomu til Arons heila og taugaskurðlæknis og það var spurning hvort Arna fengi að losna við fínu kórónuna og vestið og naglana úr hendinni.... Það kom í ljós að þær þurfa báðar að hafa græjurnar á sér í 4. vikur í viðbót.. En Arna fékk að losna við naglana úr hendinni, en hún verður áfram með kórónuna og Brynja áfram í hálskraganum. :( leiðinlegt fyrir þær en þetta kemur allt saman stelpur... Bara vera þolinmóðar þótt ég skylji að það geti verið erfitt á köflum.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2006 | 21:00
Pizzaday :)
Brynja hringdi í mig um eitt leytið og bað mig um að fara að koma niður á Grensás til þeirra og ég náttúrulega stökk á fætur, skrappa sem snöggvast í kringluna og fór svo niður á Grensás til þeirra :) Það var allt í fínu hjá þeim og þær bara í fínu formi og skapi... Brynja fór reyndar fljótlega uppí og sofnaði... Ég fór svo í apótek og keypti handa þeim naglaherðir því að þær hafa ekkért nagað neglurnar síðan þetta skeði allt saman svo þær er komnar með fínar neglur núna... Svo keypti ég tvær dominos pizzur á MeGaViKu og Arna borðaði nú það sem hún þarf að borða en Brynja held ég að hafi fengið sér tvo bita eða e-h álíka :/ En vonandi fer hún að fá meiri lyst og getur borðað meira en hún er dugleg að drekka næringardrykkina sem hún fær og Arna líka :) Svo er það bara Viðar læknir tomorrow og heimferð á krókinn.... Cya ;)

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)