Vesen

Ég ákvað bara að blogga pínu um þetta vandamál sem kom upp með mig í seinustu viku... ég fór til læknis á miðvikudaginn í eftirlit sem ég geri á þriggja mánaða fresti og þá voru teknar blóðprufur. Svo hringdi læknirinn í mig og sagði mér að kreatínið væri alltof hátt... það á semsagt að vera á bilinu 80 - 120 í heilbrigðri manneskju og það hefur verið síðastliðin ár í kringum 130 -150 hjá mér en núna var það komið upp í 240 sem er alltof hátt. þannig að ég var send í blóðprufu á króknum og þar var kreatínið 270, svo ég var send suður með flugi og löggð beint inn á spítala.. það var allt fullt á nýrnadeildinni svo ég var löggð inn á kvennadeild... en ég sýni engin einkenni sem benda til höfnunar eða neitt svoleiðis en ekki það að það hafi nokkurn tíman gerst þegar ég hef fengið höfnun. Það er búið að gera ómskoðun á nýranu og það kom ekkért athugavert í ljós við það... þeir héldu kanski að það gætu verið e-h þrengingar í slagæðum til nýrans eða í nýranu sjálfu... svo er búið að taka af mér blóðprufur og svoleiðis á hverjum degi síðan ég kom og hefur kreatínið alltaf farið pínu lækkandi sem er bara gott, ég var 230 í gær og 224 í morgun en á morgun mánudag á að taka sýni úr nýranu til þess að athuga hvað sé í gangi... hvort ég sé með höfnun... hvort að það sé e-h sýking í gangi eða hvort að ég sé með lyfjaeytrun af völdum eins lyfs sem ég er á... En allavega ég læt svo vita hvernig málin standa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús og kossar af eyrinni!!!

Rannveig (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband