Höfnun

Jæja ég er þá laus af spítalanum en ekki alveg laus úr höfuðborginni... Það var tekið sýni úr nýranu á mánudaginn, ég var nú frekar vonsvikin þar sem ég fékk ekkért gott í æðina og kallinn sem tók sýnið og læknirinn minn og fjórir læknanemar sem fylgdu honum stóðu yfir mér og töluðu um ástandið í þjóðfélaginu í dag. Mér finnst fínt að fá e-h með mér í svona einhvern nákominn eða sjúkraliða eða hjúkrunarfræðing... en þetta var nottlega í fyrsta skiptið sem ég lá á fullorðinsdeild og þá kanski ekki hægt að búast við svona góðri þjónustu en það var ömulegt að hafa fjóra læknanema að horfa á mig þarna í öngum mínum af kvíða og stressi... svo er þessi nál og þessi byssa ekkért smá tæki... svo læknirinn sagði mér að horfa á sónarskjáinn því að það væri mikið meira spennandi en að horfa á nálina sjálfa... en á skjánum gæti ég séð nálina fara inn í nýrað sjálft... Rosalega spennandi.. Ég var allavega staðdeyfð þannig að ég fann ekki mikið fyrir stungunni en hann stakk mig einu sinni og dró svo nálina út... ekkért sýni... fór svo inn aftur hleypti af gikknum og dró út... enginn vefur á nálinni svo inn fór nálin aftur og hleypt var af gikknum.. og það er sko ekki þægilegt þá finnur maður til og finnur fyrir svona þrýsting... en í þriðja skiptið sem ég var stungin kom svo lítið sýni að þeir vildu meira og inn var farið aftur með byssuna og hleypt af... ÁI !!! en svo var þetta sem betur fer búið...og læknirinn hljóp með sýnið í rannsókn og allir nemarnir á eftir. En svo mátti ég ekki hreyfa mig í næstu 8 tímana og átti bara að lyggja í rúminu... ekki nóg með það heldur var ég látin bíða þar sem rannsóknin fór fram í svona hálftíma áður en ég var loksins sótt... ég held að hjúkkan sem var þarna hafi verið búin að hringja svona þrisvar í e-h flutningslið að láta sækja mig... En ég hélt nottlega í mér alla átta tímana þar sem að það kom ekki til greina að ég færi að pissa í bekken uppi í rúmi svo um leið og klukkan sló átta þá fór ég og pissaði...

En svo daginn eftir kom læknirinn aftur með alla ungana á eftir sér og sagði mér að það hefðu sést bólgur í sýninu sem bentu til höfnunar... kreatínið var komið niður í 205 svo þetta var að ganga til baka af sjálfu sér en hann vildi samt setja mig á stærri steraskammta svo nú er ég á 60 mg á dag 12 töflur af sterum í stað 5 mg annan hvern dag... svo nú er bara að reyna að passa upp á mataræðið svo að maður blási ekki út... en það er reyndar ekki hætta á miklum aukaverkunum þar sem hann ætlar að lækka skammtinn hratt niður aftur... og ég á að koma til læknisins aftur á föstudaginn og fara í blóðprufu þá líka... og svo verður bara að sjá til. En ég er öll marin og blá á maganum eftir byssunálina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband