Færsluflokkur: Bloggar
26.8.2006 | 19:52
Shitt 8. vikur á morgun síðan slysið var !
Ég kom suður í gærkvöldi... og í dag fór ég og hitti stelpurnar. Þær líta alveg ótrúlega vel út og eru alveg rosalega bjartsýnar núna. Arna losnar að öllum líkindum við járndraslið af hausnum á sér á Þriðjudaginn og guð hvað hún verður ánægð að losna við það og kemst í bað og getur þvegið almennilega á sér hausinn :/ Ég fór með Heiðu chihuahua hundinn þeirra til þeirra í dag og við náttúrulega bjuggumst við því að hún yrði alveg brjáluð úr ánægju að sjá þær en nei nei hún bara þóttist ekki þekkja þær og vildi bara ekki sjá að vera í fanginu á þeim eða neitt þannig. Jæja best að drífa sig aftur til þeirra bæjó í bili... Minni á gestabókina og svo Athugsemdir...

Arna og Brynja ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2006 | 23:11
Miðvikudagur 23. ágúst

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2006 | 14:45
Allt gott að frétta hér sko ;)
Það var haldinn fjölskyldufundur á Grensás í gær og þar kom nú bara allt vel út en það eina sem hægt var að setja útá er að stelpurnar eru ekki nógu duglegar að borða :/ Brynja er víst búin að léttast um e-h 6 kíló að mér skilst og hún mátti nú ekki beint við því en Arna er líka búin að léttast um e-h svipað... Það er alltaf mjög gott í þeim hljóðið þegar ég tala við þær í símann... Ég talaði t.d við Brynju í 40 mín í símann um daginn og við vorum bara að spjalla um allt milli heima og geima :) Ég er að fara suður á Föstudaginn eftir vinnu og þá get ég sagt meira til um þær en það er frekar erfitt að skrifa þegar maður hefur ekki séð þær og ég fæ bara upplýsingar í gegnum síma... En allavega Brynja er laus við þvaglegginn... "HÚRRA" fyrir því.
Svona er Arna flott um hausinn... búið að bora gat á hana alla.... Hún er allavega með fleiri en 7 göt á hausnum núna... HE HE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2006 | 04:32
Þunnudagur 20. ágúst ;)
Ég heyrði aðeins af stelpunum í dag... Arna var bara fín. Brynja var e-h lítil í sér en ég held að það hafi verið í fyrsta skiptið í dag sem hún gat e-h grátið af viti eftir slysið... en hún var í hálfgeru sjokki og hún er lítil í sér yfir að þurfa að vera lengi á grensás og hún er hálf óþolinmóð og vill náttúrulega helst að allt gott hafi gerst í gær.. eins og að hún væri farin að labba og svoleiðis en ég skil hana samt svo ótrúlega vel vegna þess að þegar að ég hef verið að leggjast inn á spítala í gegnum tíðina þá hef ég ekki þolað meira en 2 vikur og þá er ég komin í þunglindiskast :/ Arna er rosalega dugleg að hringja í mig og láta heyra í sér og henni gengur bara mjög vel í endurhæfingunni að ég held og pabbi sér mikinn mun á þeim báðum eftir þessa fáu daga sem hann var í burtu frá þeim.
Skrapp út í kvöld og í gærkvöldi og það var bara fínt í bæði skiptin :) þessvegna kalla ég sunnudag... þunnugag :) he he (: Ætla að vera þunn og sæl í vinnunni á morgun og það er allt í lagi þar sem það er nóg að gera og ég verð að vinna með skemmtilegu fólki ;) svo að ég á ekki eftir að finna fyrir þvinku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2006 | 00:32
Jæja já :)
Jæja ég er búin að heyra í stelpunum í dag og í gær í símann... Það gengur alveg rosalega vel hjá þeim á grensás, bæði í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Arna var t.d látin steikja hamborgara í gær og Brynja var látin smyrja brauð eða svo sagði hún mér... Brynja er alltaf að fá meiri mátt í fæturnar... en henni hundleiðist á kvöldin en Arna sofnar yfirleitt svo snemma að Brynja er bara þarna ein með sjálfri sér að horfa á sjónvarpið... Hún gerir sér ekki ennþá grein fyrir því að hún búin á króknum en hún heldur að hún búi ennþá uppi í Hábergi í Breiðholtinu. Hún spyr oft hvort Viðar nýrnalæknirinn okkar ætli ekki að fara að koma að kíkja á hana en hún heldur sjálfsagt að hann sé með sig í öllu þessu prógrammi og sé læknirinn hennar í þessu tilviki sem er náttúrulega ekki... En hann fylgist alveg örugglega með henni samt. Hún sagðist ekkért vita hvernig væri með nýrað sitt en ég sagði henni að það væri allt í lagi með það sem og það er en nýrað hennar starfar eins og í heilbrigðri manneskju og fékk ekkért sjokk þrátt fyrir áfallið sem líkaminn hefur orðið fyrir.
Well frídagur hjá mér á morgun þannig að þá er bara að sofa VEL út og taka til og sinna hundunum og öllu öðru sem þarf að sinna ;) Góða helgi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2006 | 00:51
Þriðjudagur 15. ágúst !

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2006 | 21:52
Grensás here I come
Stelpurnar voru fínar í dag. Brynju varð að ósk sinni og komst á Grensás í dag. Hún var mjög ánægð að komast þangað og læknirinn hennar var mjög ánægður með öll viðbrögð sem hún gat sýnt honum. Arna var frekar þreytt og pirruð í dag enda var hún vöknuð um 5 í morgun og búin að hringja í pabba fyrir kl 7. En hún gerir sér ekki grein fyrir hvort það væri kvöld eða morgun. Stelpurnar byðja að heilsa öllum vinum og vandamönnum
Á morgun þarf ég að hendast í norðurlandið og fara að vinna og sinna dýrunum mínum og ég kem á fínu limmunni minni og í þetta skiptið ætla ég að muna að tékka á vatni og olíu áður en ég fer af stað

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2006 | 21:48
Hæ hæ ;)
Stelpurnar eru búnar að vera fínar í dag :) Arna var uppi á spítala hjá Brynju í dag og fékk svo að skreppa heim með Auði frænku. Arna fór náttúrulega aftur í heimsókn niður á deild b5 og finnst alltaf jafn gaman að komast í heimsókn þangað en hún gerir sér ekki alveg fyrir því hvort þessar konur voru að hjúkra henni eða hvort hún var að vinna með þeim. Brynja er búin að vera fín í dag. Hún var að borða súpu í kvöldmatinn og henni fannst hún ógeðsleg svo hún kastaði henni upp aftur. Svo þegar konurnar voru að skipta um bol á henni og þrífa hana þá tóku þær í veika handlegginn hennar og hún var með smá bjúg á honum en þegar þær tóku í hann þá opnaðist gamalt sár og blóðvökvi flæddi útum sárið svo rúmið hennar og allt var úti í blóði :( en þetta losaði samt vel um þrísting á hendinni hennar sem var komin á hann vegna bjúgsöfnunar. Brynja er mikið búin að vera að spá í því í dag hvenær hún komist heim á Sauðárkrók. Henni finnst leiðinlegt að Arna skuli vera komin svona mikið á undan henni í ferlinu en við reinum að gera henni grein fyrir því að þær hafi bara alls ekki slasast eins og Arna sé þessvegna mikið fljótari að ná sér vegna þess að hún slasaðist minna. Brynja segist samt ætla sér á fætur aftur og veifaði t.d tánum til okkar í dag :) hún segir líka að fyrst að bílslysið drap hana ekki að þá ætli hún að hætta að reykja því hún ætli ekki að láta reykingarnar drepa sig í staðinn... He he ótrúlega gott viðhorf :)
Ég var að kaupa mér e-h voða flott tæki hérna með mp3 spilara svo ég geti spilað mp3 diska í (nýja) fína bílnum mínum :D en nei nei þá vantar bara öll plögg í hann til að hægt sé að koma honum í gang :( svo nú þarf ég að fara á morgun í búðina og rífast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2006 | 12:51
Lovely :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2006 | 17:58
Gaman gaman :) he he
Ég kom suður í gær og VÁ!! hvað það var mikill munur að sjá stelpurnar... Arna var alveg í essinu sínu og sagði mér margt og mikið í sambandi við slysið, sem ég náttúrulega vissi en ég leyfði henni bara að segja mér allt uppá nýtt :) Hún er farin að labba alveg sjálf án þess að vera í göngugrind og hún segist losna við grindina af hausnum 28 ágúst og það var að ég held bara rétt hjá henni. Brynja er svona ennþá að spyrja allskonar spurninga í kringum allt saman... "Hvenær fer ég á Grensás og Af hverju er Arna komin á grensás en ekki ég" Og hún man ekki að við búum á króknum en hún man samt eftir öllum sem hún þekkir þar og vinnunni og allt og hún spyr mikið hvernig gangi í vinnunni :) Hún er rosalega dugleg og er farin að hreyfa fæturnar mikið. Það er samt búið að ákveða það að hún fari á mánudaginn næsta á Grensás og þá verður líklegast tíminn mikið fljótari að líða hjá henni.
Kristín Helga var að eignast lítinn frænda :) Til hamingju Kristín...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)