Færsluflokkur: Bloggar

Great !

Arna fór á Grensás í dag og ég talaði við hana í símann áðan og mér heyrðist hún bara vera mjög ánægð með að vera komin þangað og burt af spítalanum... Það verður líka örugglega öðruvísi að vera þarna en hún er í prógrammi allan daginn og þá er tíminn kanski fljótari að líða :) Hún sagði að hún héldi að hún svæfi líka betur þarna og mundi ekki vakna klukkan 7. á morgnana og þarna mundi hún bara sofa þangað til hún vaknaði :) he he. Brynja var frekar lítil í sér og sár yfir því að hafa ekki komist strax á grensás eins og Arna, en hún er ennþá með hitaslæðing og því ekki hægt að senda hana þangað strax og sjálfsagt er hún líka enn of máttfarin til að fara út af spítalanum strax en þetta kemur allt með kalda vatninu Brynja mín :)

Ég ætla að skella mér suður á morgun og sjá þær og hitta þær... Mig hlakkar alveg ótrúlega til. En ég get sjálfsagt ekki stoppað lengi í þetta skiptið því vinnan þarf að ganga fyrir og skólinn fer að byrja. Ég ætla semsagt í skólann og reina að klára þessi fög sem ég á eftir upp í stúdentinn en Benni er til í að fara um næstu helgi vegna þess að þá er MeNnInGaRnÓtT. 


Barasta Allt ágætt sko :)

Brynja fékk köldu í gærdag og rauk upp í hita... Hún var send í lungnamyndatöku og svo seinna um kvöldið þá fór hún í lungnaspeglun og þeir losuðu slím úr lungunum á henni.. Hún er með minni hita í dag og henni líður bara þokkalega. En gleðifréttirnar eru þær að hún er búin að hreyfa mikið tærnar og henni kitlar þegar hún er kitluð á iljunum :D 

Arna ætlaði að hringa upp fyrir allar aldir í pabba í gær.. Hjúkkurnar reindu að fá hana til að bíða til klukkan 10 með að hringja en þá settist hún bara í tölvuna hjá þeim og sendi kallinum sms :) he he. Arna er búin að fá símann sinn og þá eiga eflaust margir eftir að fá sms og hver veit nema hún hringi bara :) Hún fékk að skreppa heim með Gunnu frænku í gærdag í smá heimsókn, Gunna fór náttúrulega með hana eins og dýrmætasta brotajárn og fór löturhægt yfir allar hraðahindranir og Arna labbaði upp og niður alla stigana hjá henni :D algjör snilld... HÚRRA fyrir Örnu.


5. Vikur í dag frá slysinu !!!

Ég get voðalega lítið sagt frá stelpunum... Ég veit að það er planið að þær fari á Grensás næsta miðvikudag... Allavega fer þá Arna, og Brynja fer líka ef hún verður búin að losa sig við þessa blessuðu lungnabólgu. Ég talaði við Brynju í síma í gær og það var alveg ótrúlega gott að heyra í henni... Hún spurði mig hvort Guðrún Björns hefði komið að heimsækja sig og ég sagði henni að hún hefði gert það og Brynja sagðist halda að hún myndi eftir því :) Svo sagði ég henni að allir í vinnunni bæðu að heilsa þeim og þá sagðist hún líka byðja að heilsa öllum... svo hér með er ég búin að skila kveðju til allra frá Brynju :) Arna er eiginlega bara söm við sig... hún ruglar inn á milli... Sagði t.d frænku okkar að þær hefðu verið í útilegu og að frænka okkar hefði brotið á henni hendina.. En svo inn á milli fattar hún að hún er að rugla og þá segir hún bara oh nú er ég farin að rugla :) Hún er örugglega svoldið erfiður sjúklingur og ég held að hún viti það sjálf HAHA ! En hún er líka komin með ógeð á að vera þarna og þá bitnar það bara á flestu starfsfólkinu en aðalega hjúkkunum. 

Ég var að koma frá Akureyri... skrapp þangað í dagsferð svona aðeins til að upplifa smá verslunarmannahelgarstemmningu... VÁ langt orð he he. Það var fínt... borðaði þarna með frænkum mínum og svo röltum við niður í bæ að kíkja á fólkið... Alltaf gaman að sjá allskonar fólk og hvernig það klæðir sig og svona við svona tækifæri.

En nú ætla ég bara að byðja að heilsa ykkur í bili... Arna og Brynja ég er farin að sakna ykkar alveg ótrúlega... Sjáumst vonandi bráðlega ;)  


Hellú

Jæja það er lítið að gerast þessa dagana... Arna er bara orðin hundleið á spítalavistinni og vill fara að komast ÚT! Hún hringir í pabba á morgnana vegna þess að henni dauðleiðist Óákveðinn Brynja er ennþá með smá hita en hún var sett á sterkari sýklalyf svo lungnabólgan er farin að hjaðna en þeir hafa e-h áhyggjur af hendinni hennar vegna þess að það safnast þessi bjúgur á hana... Það er búið að segja stelpunum frá slysinu og að þetta hafi verið banaslys... Presturinn og sálfræðingurinn sögðu að það væri bara best að segja þeim sannleikan þegar þær færu að spyrja og að við ættum að gera það... En Brynja var farin að spyrja svoldið mikið svo pabbi tók bara á það ráð að segja þeim frá þessu. Ég veit ekki alveg hvernig þær tóku þessu eða hvort þær hafi hreinlega meðtekið þetta strax en það kom sálfræðingur til Brynju fljótlega eftir að pabbi sagði henni frá þessu.

Eigiði góða verslunarmannahelgi og í Guðanna bænum farið þið varlega á þjóðvegum landsins Glottandi Það er nóg komið af slysum ! Sjálf hefði ég ekkért haft á móti því að skreppa suður og hitta stelpurnar en þegar maður á 2 börn "hundarnir" þá kemst maður ekki langt... sérstaklega ekki um verslunarmannahelgina þegar allir eru á þönum að gera e-h skemmtilegt.


News for u

Jæja þá koma loksins fréttir sem margir hafa beðið eftir... ég er að hugsa um að blogga annan hvern dag núna vegna þess að stelpurnar eru svo stabílar, nema að mér finnist ég verða að segja e-h merkilegt Glottandi Í fyrradag fékk hún Brynja hita, þannig að í gær var hún send í lungnaspeglun og þeir náðu að hreinsa fullt af slími í burt... en hún er með smá lungnabólgu og er komin á sýklalyf við því. Hún hefur verið að kvarta um verki í hendinni sinni og það hefur safnast smá bjúgur á hendina svo það átti að tappa af henni í dag og líta aðeins á þetta en annars grær beinbrotið mjög vel.

Arna er svona aðeins rólegri þessa dagana en í dag redduðu iðjuþjálfararnir henni stundatöflu þannig að hún hefur hvíldartíma og svo má hún fara í göngutúr og svoleiðis... annars allt gott að frétta af henni. Þær hafa ekkért beðið um að fara og fá sér sígarettu svo að ég trúi ekki öðru en að þær hætti bara að reykja uppúr þessu Hlæjandi

Í gær hringdi blaðamaður í pabba og ætlaði að fara að gera forvarnargrein fyrir verslunarmannahelgina, sem er í sjálfu sér gott en það mætti kanski tala við fólk sem lengra er liðið frá slysi. Stelpurnar eru ekki enn farnar að jafna sig almennilega og það er margt inni í dæminu sem þær vita ekki ennþá og við lentum hálf illa í fjölmiðlum eitt árið svo pabbi sagði bara NEI! Hann var allavega ekki tilbúinn að fara að spjalla um þetta ennþá við e-h sem hann þekkir ekki neitt... 

 


Allt á uppleið

Það er ekkért nýtt að gerast með stelpurnar núna. Arna er bara mjög óróleg og vill fara að komast út af spítalanum. Henni finnst hún vera orðin það hress að hún þurfi ekki að vera þarna lengur... en ég veit nú ekki hvers konar starfsemi er á þessari deild sem hún er á. Í gærmorgun var hún látin hringja í pabba og vekja hann til að láta hann koma niður á spítala... þetta eru örugglega flestar útbrenndar kellingar sem eiga ekki að vera í þessu starfi lengur og eru orðnar hundpirraðar á að vera þarna að hugsa um annað fólk. En Örnu hefði allavega pottþétt ekki dottið í hug að hringja í pabba sjálf til að vekja hann. 

Það gengur allt vel hjá Brynju og starfsstúlkurnar á hennar deild eru bara andstæðan við hitt... þær eru æðislegar. Mér finnst bara að Arna eigi að fá að koma á deildina til Brynju og þá þurfa aðstandendur ekki að vera endalaust að þvælast á milli hæða. Brynja er aðeins byrjuð að geta myndað hljóð þegar hún talar, hún hvíslar hálfpartinn :). Í gær komu svo þrjár vinkonur þeirra í heimsókn til þeirra... Kristín Helga, Harpa og Magga... þær hafa alveg pottþétt verið ánægðar að sjá þær. 


Allt að koma :)

Ég vil byrja á því að þakka fyrir kveðjuna til okkar fjölskyldunnar sem birtist í sjónhorninu. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er gott og vel innrætt... En samband Skagfirskra kvenna hefur komið af stað söfnun fyrir stelpurnar, þetta er fólk sem þekkir okkur ekki neitt en kannast kanski við okkur úr vinnunni því við höfum verið að hugsa um foreldra þeirra eða afar og ömmur, en samt er þetta fólk tilbúið að gera allt sem í þeirra valdi stendur. :) Við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir allt sem allir eru búnir að gera fyrir okkur og sérstaklega fyrir stelpurnar og það er endalaust gott að fá bara kveðjur hérna inn á síðuna og smá knúz. Takk fyrir okkur.

Ég hef litlar fréttir að færa af stelpunum í dag. Brynja fékk að setjast í hjólastól og pabbi tók hana með sér á smá rúnt um spítalann :) Arna er búin að vera fín í dag en hún ruglar ekki eins mikið þegar hún er ekki þreytt en í dag þegar hún var orðin svoldið þreytt þá ætlaði pabbi með hana inn á herbergið sitt en hún neitaði að leggjast í þetta spítalarúm og vildi bara komast í sitt eigið. Mér finnst það nú svosem ekkért skrítið en það er alltaf best að vera í sínu eigin rúmi ;) 

Ég skrapp á tónleika áðan með hljómsveitinni Sigurrós... það var rosalega gaman og alveg ótrúlega gott að komast aðeins út. Tónleikarnir voru haldnir úti á túni í Öxnadalnum og alveg ótrúlega mikið af fólki lagði leið sína þangað til að sjá hljómsveitina og skemmtileg stemmning að hafa þetta svona úti á túni uppi í sveit. :)


Framfarir ;)

Ég tók myndirnar af stelpunum út af síðunni... en mér fannst það e-h veginn ekki eiga við að setja myndir af þeim inn á síðuna í því ástandi sem þær eru. Ég ætla bara að halda áfram að blogga og leyfa fólki að fylgjast þannig með.

Arna er endalaust á bröltinu og það endaði með því að hún datt í morgun og hún meiddi sig í brotnu hendinni. Hún fór í myndatöku og það var ekki komið útúr henni seinast þegar ég frétti af þeim. Starfsfólkið á deildinni fór fram á það að aðstandendur hennar Örnu væru mættir klukkan 6. á deildina til að fylgjast með henni... Pabbi sagðist skyldu hugsa málið en mér finnst ekki hægt að ætlast til þess að fólk sé mætt þarna klukkan 6... Aðstandendur þurfa líka að fá hvíld... en það var búið að redda öryggisverði sem sytur fyrir utan herbergið hennar og fylgist með henni og lætur vita þegar hún vaknar og byrjar að brölta... Hún er greinilega að flíta sér að láta sér batna.

Brynja fór í lungnamyndatöku í dag og það kom allt vel útúr henni og hún er laus við barkaslönguna.. en gatið er ennþá opið svo hún getur ekki talað alveg strax. Hún er mjög dugleg að hósta og losa sig við slím úr lungunum og á morgun á hún að losna við þvaglegginn og þá er hún laus við held ég bara allar slöngur. Þá verður farið að setja hana í stól og svo hjólastól og þá getur hún betur farið að fara ferða sinna... en þetta kemur allt með kalda vatninu. Þær komast líklegast ekki á grensás fyrr en eftir verslunarmannahelgina en það er svo mikil mannekkla að það er verið að loka deildum og sjúklingar eru færðir á milli deilda svo að fólk komist í sumarfrí. 

Jæja það er best að maður leggi sig nú í nokkra tíma svo maður hafi næturvaktina af í nótt Glottandi


Halló Halló !

Kom norður í dag. Bíllinn minn fór ekki í gang fyrir heimferðina þannig að aumingja pabbi þurfti að senda mig norður á sínum bíl... en hann fékk nú í staðinn þennan líka fína skærgula dævú Óákveðinn kann ekki að skrifa þetta. En allavega ég fór í heimsókn til stelpnanna áður en ég fór af stað... Það var verið að setja Brynju í standbekk til að þjálfa fæturnar hennar og það var bara ágætlega glatt yfir henni í dag... hún ljómaði allavega öll þegar Andri kærastinn hennar kom í heimsókn. Hann er nú búinn að vera rosalega duglegur hann Andri síðastliðnar 3. vikur hann á sko heiður skilið fyrir hvað hann er búinn að standa sig vel í þessu áfalli. Arna var búin að vera á göngu í göngugrindinni í allan dag og hjúkkurna áttu í mestum makindum með að halda í við hana á hlaupunum. Þegar Andri kom spurði hún Örnu hvort hún vissi hver þessi piltur væri sem var að koma og það kom ekkért annað til greina en að þetta væri tengdasonur hennar :) ég held samt alveg að hún hafi vitað hvað hún var að segja og hafi bara sagt þetta í djóki... En það er alveg merkilegt með hana eins og hún er matvond að þá borðar hún fiskinn sem boðið er uppá á spítalanum og ávaxtasúpu í morgun sem ég held að henni hefði aldrei dottið í hug að setja inn fyrir sínar varir... en hún hlítur bara að vera svona svöng. Brynja er með svoldið mikinn bjúg á hendinni sem brotnaði illa og vegna þess hefur hún verið að fá þvagræsilyf síðastliðna daga... en mamma tók svo eftir því að hún væri farin að þorna og það kom svo í ljós að hún var byrjuð að þorna upp þannig að vökvinn var aukinn hjá henni og þvagræsilyfið minkað.

Ég setti nokkrar myndir af þeim inn á síðuna... en ég vil endilega byðja fólk bara um að skoða þær á síðunni en ekki vista þær inn á sínar tölvur eða síður... ég setti þær bara inn til að leyfa fólki betur að sjá hvernig ástandið er, og á þeim sést líka að þetta er allt komið á betri veginn.


Þriðjudagur 25. Júlí

Jæja loksins koma fréttir sem líklega margir eru búnir að bíða eftir ;) Brynja fór í lungnaspeiglun í gær og það kom ekkért athugavert útúr því þannig að hún er ennþá tengd súrefni í gegnum barkann og hún fær púst og friðarpípu... en það er svona lungnalyf sem er sett í hálfgerða pípu og látið blása í lungun á henni. Arna er nú búin að vera hálf utan við sig síðastliðna tvo daga... það er svoddan æðubunugangur á henni og hún vill endalaust vera á ferðinni og Brynja er nú aðeins búin að getað hlegið af vitleysunni í henni. Arna fær náttúrulega verki í bakið og er hálf pirruð á öllum tækjunum sem hún þarf að vera með á hausnum og í hendinni. Arna ruglar nú frekar mikið ennþá og er ekki alveg í sambandi við umheiminn... hún er endalaust á ferðinni þótt hún sé í hjólastólnum en þetta er ekki hjólastóll í hennar huga heldur annaðhvort Ferrari eða Fiat... he he Maður verður að reina að hafa gaman af þessu inn á milli þótt þetta sé erfitt en það kemur að því að þetta gengur yfir og hún kemur til sjálfs síns en þetta er algjörlega eðlilegt að hún skuli rugla svona mikið og getur tekið margar vikur að lagast. Brynja er líka svoldið gleymin eftir þetta en hún man lítið dag frá degi og það er líka eðlilegt og minnið á eftir að koma aftur með tímanum.

Bíllinn minn er ekkért á leiðinni að fara í gang. Það er búið að leggja rosa vinnu í það að reina að koma honum í gang og svo þegar vélin er loksins komin í þá neitar hann að fara í gang þannig að ég þarf víst að rífa bílinn af pabba greiinu til að komast heim á krók aftur... Bílar í dag eru bara "Tölvur" og tölvur eru bara vesen. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband