Færsluflokkur: Bloggar

3. Vikur eftir slysið.

Það er miklu auðveldara að segja frá því hvað hefur drifið á daga stelpnanna þegar maður hefur séð þær. Brynja þurfti að fá barkaslönguna aftur vegna þess að hún féll svo í mettun í gærkvöldi eftir að hún var tekin. Hún er að fara í lungnaspeglun á morgun. Hún fór í lungnamyndatöku í morgun og þá sást e-h slím í einu hólfinu á öðru lunganu... ég kann ekki alveg að segja frá þessu. Brynja er samt alveg ótrúlega dugleg að gera sig skiljanlega. Henni brá svolítið að sjá Örnu og Örnu brá að sjá hana. Arna grét í dag þegar ég kom í heimsókn til þeirra. Bæði útaf Brynju og af að sjá mig :) Það er samt allt annað að sjá þær í dag en fyrir viku síðan. Arna var samt frekar óróleg í dag en það er hægt að tala við hana en þegar hún er þreytt þá slær svoldið útí fyrir henni.

Um daginn þá var Brynja alveg rosalega þanin á maganum og henni leið alveg hrikalega illa og hún var farin að slitna því hún var svo mikil um sig. Læknarnir vildu meina það að þetta væri bara loft og að hún væri með vindverki. En svo mundi pabbi allt í einu eftir því að þegar að við vorum úti í Boston að þá fékk ég þennan rosalega bjúg á kviðinn, og það kemur e-h arabi inn og segir "I kvow fat when I see it" en allavega einkennin voru alveg eins hjá Brynju og pabbi sagði við læknana að þetta væri bjúgur en þeir vildu ekki hlusta á e-h pabba úti í bæ og héldu því fast að þetta væri loft og vindverkir. En daginn eftir þá sögðu þeir að það væri kominn bjúgur í kringum lungun á henni og þeir gáfu henni þvagræsilyf og viti menn... kviðurinn byrjaði að minka ;) og núna fær hún þvagræsandi lyf 3 sinnum á dag eða e-h. Hún er með mikinn bjúg á hægri hendinni sem þurfti að gera við, en um daginn þá settu þeir upp dren hjá henni og þá losnaði hún að ég held við um 1/2 líter af vökva af hendinni. Hún þarf að vera dugleg að kreista bolta til að losa um þetta.

Guðrún kom í dag í heimsókn til þeirra... ein af "Gamlingjunum" í vinnunni og þær þekktu hana báðar og voru rosa ánægðar að sjá hana :) Takk fyrir að koma Guðrún og Gilla ef þú lest þetta þá átti ég að segja þér að Ester frænka þín byður að heilsa þér ;) hún vinnur á deildinni þar sem Arna lyggur.


Veisla ;)

Jæja góðir hálsar Ég bloggaði ekkért í gær aðalega vegna þess að ég komst ekki í tölvu og svo var svo mikið að gera bara... Það hefur allavega ekkért nýtt gerst með stelpurnar en Brynja losnaði af gjörgæslu í gær, hún er ennþá með barkaslönguna svo að hún getur ekki talað en vonandi fer að koma að því að hún losni við þetta. Hún er bara tengd við súrefni en ekki öndunarvél. Arna fer í heimsókn til hennar í hjólastól og henni er farið að ganga mjög vel að ganga í göngugrind :) Það versta er að þær eru ekki á sömu deild Arna er á A5 en Brynja er á B6 en annaðhvort fer Arna á deild B6 eða þá að hún fer bara beint á grensás þegar kemur að sumarfríi á deild A5.

Ósk og Svandís Ósk komu til mín í gær um 4 leytið þannig að þær náðu að ná í mig í vinnuna, ég fór með fullt af nammi í vinnuna vegna þess að ég átti afmæli :) og um kvöldið fékk ég líka þessa fínu veislu hjá ömmu og Jónu. Amma og Afi notuðu grillið sitt í fyrsta skiptið og svo komu allir í mat sem mögulega gátu... rosalega fín veisla... Takk æðislega fyrir mig Amma og Jóna ;) Og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar People ! Fer svo suður á morgun að líta á framfarirnar hjá systrum mínum og næ loksins í bílinn minn :)


Nothing New

 

Það er lítið að gerast þessa dagana... Arna fékk að skreppa útá svalir á spítalanum í sólbað :) Hún er orðin dugleg að ganga í göngugrindinni. Brynja fer í lazyboy og horfir á sjónvarpið og allt er að ganga mjög vel hjá þeim þessa dagana ;) Það er verið að fara að loka deil A5 núna sem er bæklunardeild og þar lyggur Arna en í staðinn á að flytja hana á heila og taugskurðdeild að ég held og Brynja fer þá líklegast þangað þegar að hún útskrifast af gjörgæslunni.

Ég á afmæli á morgun... Ég er mikið búin að reina að gleyma þeim degi upp á síðkastið aðalega vegna þess að mér finnst ég vera orðin hálf gömul og elliheimilið nálgast óðfluga :) En það eru samt allir að minna mig stanslaust á þetta og Amma og Jóna eru í því að skipuleggja matarboð. Það er kanski ekkért svo slæmt en svo ætlar Ósk bestasta vinkona mín að kíkja á krókinn til mín með Svandísi dóttur sína svo það verður vonandi bara stuð... fyrir utan að ég þarf að vinna á afmælisdaginn :/


Lítið að gerast

 

Það er lítið búið að gerast hjá stelpunum í dag. Arna er samt farin að fara framúr nokkrum sinnum á dag og gengur í göngugrind. Ég talaði við hana í símann og hún var svona ekki alveg áttuð en það var samt hægt að segja henni fréttir en hvort hún man hvað ég sagði er annað mál. Brynja er enn á gjörgæslunni... komin með sjónvarp og fínerí og hún fer í lazy boy tvisvar sinnum á dag. Hún er aðeins farin að fá að borða jógúrt og drekka. Lungnamyndirnar hennar eru alltaf betri með hverjum deginum sem líður og ég vona bara að hún fari að losna við öndunarvélina og þá verður hægt að tala við hana Brosandi

 

Hosted by SparkleTags.com

 

Hosted by Sparkle Tags
 
 
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar sem ég er búin að fá á heimasíðuna... Þetta peppar mann alveg rosalega upp þegar maður veit hvað margir fylgjast með þeim og hugsa til þeirra :)

 


Ekkért nema góðar fréttir :)

Það er lítið nýtt að frétta af stelpunum í dag. Arna hefur bara verið vel vakandi og ruglar ekki eins mikið og hún hefur gert svo það er hægt að halda uppi samræðum við hana. Brynja er komin inn á sér herbergi á gjörgæslunni og þar fékk hún í dag að setjast í lazyboy :) það hefur pottþétt verið tilbreiting fyrir hana og svo var búið að redda henni sjónvarpi svo hún gat horft á e-h skemmtilegt í því :) Annars er lítið annað hægt að segja að svo stöddu... Þær eru bara mjög stabílar núna og batinn kemur hægt og rólega hjá þeim. 

Svo er bara önnur næturvakt í nótt... það verður fínt og ég get horft á Magna rokka í RockStar Supernova :) nóg að glápa á í sjónvarpinu he he. ÁFRAM MAGNI !

 

 

Hosted by SparkleTags.com



Mánudagurinn 17 júlí

Í dag fór Arna í aðgerð á brotnu hendinni sinni. Hún losnaði við gifsið og í staðinn standa naglar útúr hendinni á henni. Hún var sett á gjörgæslu þangað til hún vaknaði almennilega eftir svæfinguna, en hún var orðin mjög skýr í kollinum í dag, og þar sem hún var orðin svona vel vakandi þá vildi hún náttúrulega fá að borða og drekka en þá mátti hún það ekki vegna þess að hún þurfti að vera fastandi fyrir svæfinguna.

 

Þær Brynja fengu aðeins að sjá hvor aðra þegar Arna vaknaði og ég held að þær hafi verið báðar hálf sjokkeraðar að sjá hvor aðra í því ástandi sem þær voru. Brynja er enn á gjörgæslu. Lungnamyndirnar líta betur út þannig að hún fera að losna við þetta drasl allt á næstu dögum. Hún á erfitt með að sofa á nóttunni en hún er svo uppþemd svo henni er illt í maganum og líður ekkért mjög vel. Arna var svo færð aftur á almenna deild í kvöld eftir að hún hafði vaknað vel.

 

Það var ekkért smá gott að komast heim í sitt eigið rúm... Ég held að ég hafi ekki sofið betur í 2. vikur en maður hvílist alveg pottþétt best í sínu eigin rúmi... Hundarnir allir komnir á sinn stað og ég og Benni en þá vantar bara hinn helminginn af fjölskyldunni en hann kemur vonandi fljótlega. Svo er maður bara mættur á næturvakt strax... algjörlega ósofin... þannig að það er bara kók og powerade sem skal halda mér vakandi í nótt ásamt sjónvarpinu.


Minns er komin heim :)

Jæja þá er maður komin á krókinn aftur. Það var ekkért smá erfitt að fara frá stelpunum. Í gærkvöldi fórum við til þeirra eftir kvöldmatinn. Arna var sofnuð en hjúkkan sagði okkur að hún hefði vaknað vel og borðað og talað mikið við þær á meðan við vorum í burtu. Í dag vaknaði hún svo mjög vel og var skýr í kollinum :) Á morgun mánudag þá á hún að fara í aðgerð á hendinni sem brotnaði en það á að gera við brotið því það gréri e-h illa. Ég ætla bara rétta að vona að hún verði ekki svona lengi að vakna eftir þá svæfingu, en þetta á víst ekki að vera stór aðgerð og á ekki að taka langan tíma :)

Þegar við komum til Brynju í gærkvöldi þá var hún glaðvakandi og var að reina að segja okkur e-h en við skyldum hana ekki, en hún var alveg skýr í kollinum en það er bara svo vont að skylja ekki hvað hún vill. En þegar við fórum þá vinkaði hún okkur bless með báðum höndum :) Það er alveg frábært að sjá hvað hafa orðið miklar framfarir hjá þeim núna bara yfir helgina en Brynja losnar alveg örugglega við öndunarvélina á morgun eða á þriðjudaginn svo e-h tímann í vikunni ætti hún að komast á almenna deild :) Í dag var hún að vísu voða pirruð en það var búið að pakka höndunum á henni inní þvottapoka því hún var alltaf að taka í sonduna og rekast í barkaslönguna, að vísu sofnaði hún heldur ekki fyrr en um 5 leytið um nóttina... en Brynja á það nú oft til að vaka á næturnar og sofa á daginn Glottandi en ég skil samt alveg að hún skuli vera pirruð á þessu öllu saman... bæði á öllum tækjunum og tólunum sem hún er tengd við og svo að geta ekki tjáð sig og talað þannig að við skyljum hvað er að angra hana.

Þótt ég sé komin heim þá mun ég halda áfram að blogga... :) og enn og aftur takk fyrir allt !


Morfíndagur í dag!

 

Arna er búin að sofa í mest allan dag... en þeir gáfu henni verkjalyf eftir hádegið svo hún er bara búin að sofa og varlaopna augun. Við vorum að fá að heyra af e-h brotum í henni sem við vissum ekki um. Hún er t.d rifbeinsbrotin og hún þarf að fara í aðgerð útaf brotinu á hendinni vegna þess að það grær ekki rétt saman... en þeim fannst ekki tímabært að gera við það strax eftir slysið svo á mánudaginn þá fer hún í aðgerð og gert verður við brotið, eftir aðgerðina fer hún aftur á gjörgæslu þangað til að hún vaknar almennilega. Brosandi

 

 

Brynja er búin að vera vel vakandi í dag. Það er alveg ótrúlega erfitt að horfa á hana og reina að tala við hana, vegna þess að hún er alveg skýr í kollinum og reinir að tala en maður skilur ekki hvað hún vill. Hún er samt rosalega dugleg að kinka kolli, og við reinum að spyrja hana spurninga eins og fer vel um þig og þá kinkar hún kolli. Hún er alveg rosalega pirruð á öllu þessum aukahlutum í kringum sig, eins og sondunni og súrefnisvélinni, og svo klæjar henni undan plástrum og svoleiðis drasli.  Brosandi

 

 

Núna er búið að setja stöðumæla fyrir utan sjúkrahúsið sem er alveg fáránlegt... Nú á að fara að rukka sjúklinga og aðstandendur fyrir að leggja í stæði fyrir utan sjúkrahúsið... Óákveðinn Minns skilur þetta bara ekki. 

Well hafiði góða helgi og fariði varlega í öllu sem þið gerið ! Glottandi


:) Veit aldrei hvað fyrirsögnin á að vera (:

 

Vá hvað það er gott að fá svona mikið af góðum kveðjum Hlæjandi Það er allt svipað að frétta af stelpunum í dag og í gær. Arna er mikið vakandi en talar lítið. Það koma sjúkraþjálfarar til hennar á hverjum degi og í dag var hún sett á bekk sem var svo hallað í alveg lóðrétta stöðu þannig að hún stóð upprétt. Hún hreyfir sig rosalega mikið svo að það er gott fyrir hana líka að geta þjálfað sig aðeins svona sjálf. 

Brynja er líka vel vakandi og í þónokkurn tíma á milli þess sem hún hvílir sig. Hún er rosalega dugleg að anda sjálf svo að vonandi bara eftir helgi losnar hún úr öndunarvélinni og kemst fljótlega á almenna deild.

Það fer að koma að því að þær vakni og fari að spyrja hvað hafi skeð og þær fara að átta sig betur á hlutunum. Það er allt í viðbragðsstöðu þegar að því kemur og þá kemur áfallateymið á spítalanum til sögunnar og hjálpar þeim í gegnum mesta áfallið.

 


OH Happy days... :)

 

Jæja þetta er nú búið að vera ágætis dagur í dag. Arna er búin að fá nýjan legg, hún svaf í mest allan gærdag en í dag er hún búin að vaka mikið og hafa augun verið mikið opin þrátt fyrir að hún sé ekki búin að tala eða segja mikið, en hún er aftur á móti búin að spæna í sig frostpinnum, en það er í miklu uppáhaldi virðist vera þessa dagana. í dag var komið og tekið mót af fótunum hennar Örnu en hún þarf að fá spelkur vegna þess að hún er svo stíf í fótunum og það er annars hætta á að hún festist og standi alltaf tám þegar hún gengur.

 

Það er búið að tengja öndunarvélina í barkann á Brynju, þannig að það er allt annað að sjá hana. Hún brosir og kinkar kolli, en hún getur ekki talað með þetta. Hún er víst með e-h smá lungnabólgu en það er víst ekkért til að hafa áhyggjur af Brosandi


Þær líta báðar mjög vel út og núna er bara tíminn sem ræður ferðinni. Arna fer að fara á grensás í þjálfun og Brynja kemst vonandi fljótlega af gjörgæslunni yfir á almenna deild.

 

Takk fyrir allt Brosandi Love, miss, kiss Hlæjandi 

Það eru svona u.þ.b 200 manns sem koma á síðuna á dag og það er allt í lagi að skrifa í gestabókina Glottandi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband