Færsluflokkur: Bloggar

Nýjar Fréttir !

 

Í dag átti að setja upp nýjan legg hjá Örnu, til að auðveldara væri að gefa henni vökva og næringu í æð. Við skulum bara vona að henni takist ekki að rífa það úr sér. Læknarnir halda að þessir krampar sem hún fékk í gær hafi stafað af því að hún var farin að borða sjálf en að hún hafi ekki borðað nóg þannig að hún hafi ekki fengið nóga næringu í æð til að vega upp á móti því sem hún borðaði sjálf. Annars er hún búin að vera mjög róleg í dag. Það er strax farið að tala um að hún fari á Grensás í endurhæfingu en mér finnst svoldið fljótt að tala um það núna vegna þess að mér finnst að hún þurfi að vakna betur og komast betur til sjálfs sín áður en hún verður send þangað. En það verður þá ekkért fyrr en í næstu viku eða e-h svoleiðis.

Þeir ætla að halda Brynju örlítið lengur á gjörgæslunni í öndunarvél. En þeir ætla að losa hana við slönguna úr munninum og tengja öndunarvélina við barkann á henni, en þeir segja að það eigi að vera bæði þægilegra fyrir hana og svo stafar minni sýkingarhætta af því að hafa það svoleiðis. Það var þónokkuð slím í lungunum á henni svo þeir vilja hafa hana lengur í öndunarvélini til að styrkja lungun betur.

Í dag fór jarðaförin hennar Sigrúnar fram sem lést í bílslysinu sem Arna og Brynja slösuðust í og viljum við fjölskyldan votta ættingjum hennar og vinum innilegrar samúðar.

Sigrún Kristinsdóttir

12.03 1986 - 02.07.2006

 

Það er alveg ótrúlegt hvað hlutirnir gerast ótrúlega hratt og án nokkurs fyrirvara. Maður er oftar en ekki nýbúinn að sætta sig eða komast yfir eitt áfallið þegar annað dynur yfir mann. Það lyggur við að maður spyrji sjálfan sig hvað muni gerast næst.


Þriðjudagur til Þrauta !

 

Í dag kom upp smá bakslag hjá Örnu. Hún fékk krampa og það veit enginn út af hverju eiginlega. En hún var send í heilaskann og teknar voru blóðprufur sem allt kom vel út úr, sem betur fer. Hún fékk krampastillandi eða vöðvaslakandi lyf og í dag er hún bara búin að sofa.. enda er bara gott að geta hvílt sig, enda engin smá átök fyrir líkamann sem fylgja svona krampa.

Brynja fór í segulómun í dag og þar voru skoðaðir hálsliðirnir á henni. Þar kom í ljós að hún er með mar við 7 hálslið en læknarnir vona að það muni bara hjaðna með tímanum. Hún fór í e-h fleiri rannsóknir sem við höfum ekki fengið að vita hvað kom út úr ennþá. En í framhaldi af þessum rannsóknum á að taka ákvarðanir í sambandi við öndunavélina. En það getur verið að hún andi svona mikið með þindinni út af marinu... eða þannig skildi ég það allavega.

Maður er búinn að vera hálf dofinn í dag vegna þessa sem kom fyrir Örnu. Maður vill helst sjá bata hjá þeim strax í gær en þolinmæðin þrautir vinnur allar :) Ég fer heim á Sunnudaginn og þá kemst maður að mestu inní sömu rútínuna aftur, og maður hefur hugann við e-h annað en bara það sem er að gerast þessa stundina.

Kalli Frændi Kalli frændi á afmæli í dag og hann er 22 ára :) Til hamingju með daginn frændi :)


Góður dagur í dag

 

Það eru engar nýjar fréttir af stelpunum í dag. Bara allt það sama og í gær nema í dag komu sjúkraþjálfarar á hálftíma fresti til Örnu til að láta hana setjast upp og hreyfa bæði hendur og fætur og hún sat framan á rúminu og drakk sjálf. Hún er ekki ennþá komin til sjálfs sín og hún ruglar heldur mikið ennþá, og henni tókst að rífa nálina úr handarbakinu á sér þannig að það endaði með því að þeir settu nál í fótinn á henni, þangað nær hún ekki með höndunum svo nálin fær vonandi að vera í friði þar. :)

Brynja er ennþá á gjörgæslunni í súrefnisvélinni. Hún sefur voða mikið enda er hún ennþá að fá pínu svefnlyf. Ég vona að hún fari að losna við þessa slöngu úr munninum á sér þá kanski á hún auðveldara með að anda sjálf.

Við Benni ætlum að vera fyrir sunnan út þessa viku og svo ætlum við að drífa okkur norður og fara að vinna aftur en mamma og pabbi verða áfram hjá stelpunum þangað til að þær eru búnar að ná sér. 


Vika síðan slysið var

 

Arna sýnir miklar framfarir dag frá degi. Sjúkraþjálfarar koma til hennar á hverjum degi og láta hana stíga í fæturnar svo að hún stífni ekki öll upp. Hún er enn ekki búin að ná áttum en það er samt hægt að tala við hana og stundum svarar hún af viti og stundum ekki. Ef maður byrjar að syngja þá syngur hún með. Hún er rosalega dugleg að borða en allir aukahlutir sem hún er með fara alveg rosalega í taugarnar á henni. Hún var með centralvenulegg í brjóstkassanum. En það er sett í stóru æðina sem lyggur að hjartanu að ég held. Henni allavega tókst að rífa hana úr sér. Svo var sett önnur nál í handabakið á henni til að hægt væri að gefa henni verkjalyf, sýklalyf og vökva en hún var strax byrjuð að reina að ná henni úr um leið og það var búið að setja hana í hana. Gifsið á vinstir hendinni fer líka í taugarnar á henni og hún hefur verið að reina að tæta það af sér.

Brynja er enn á gjörgæslu en þrátt fyrir það eru góðar framfarir hjá henni. Hún er ágætlega vakandi þegar hún vaknar eftir hvíld. Hún kinkar kolli þegar maður spyr hana spurninga og hún sýnir góð viðbrögð í fótunum. Hún er enn í öndunarvélinni en hún er bara með pínu stuðning frá henni, hún andar semsagt eiginlega alveg sjálf en hún andar svo mikið með þyndinni að þeir þora ekki að losa hana við slönguna úr munninum fyrir öndunarvélina. 

Ég vil þakka fólki fyrir allan stuðninginn sem það hefur sýnt okkur. En ég vil koma því á framfæri að við viljum ekki að fólk komi í heimsókn nema nánustu ættingjar og vinir. Þær þurfa mikla hvíld til að ná sér og fólk er ekki tilbúið að sjá þær í því ástandi sem þær eru og þær vilja örugglega ekki láta hvern sem er sjá sig í því ástandi sem þær eru í.


Arna og Brynja

 

Í dag urðu miklar framfarir hjá Örnu. Hún fékk að borða fljótandi mat og var mjög dugleg að drekka og borða. Það er búið að minka verkjalyfjaskammtinn hjá henni svo hún var mun meira vakandi í dag og talaði mikið og hún talar rosalega háfleigt. Eins og segir mikið "afskaplega var það nú gott" og því um líkt. Það komu sjúkraþjálfarar til hennar og létu hana setjast framan á rúmstokkinn og hreyfa fæturnar og svona og það gekk bara mjög vel Brosandi Brynja er að fara mun hægar fram en það mun á endanum koma hjá henni. Það var aftur gefið henni svefnlyf í dag en bara lítill skammtur og hún er ennþá í öndunarvélinni, þetta er bara gert til að hvíla hana og við búumst við að hún verði tekin aftur af svefnlyfjunum eftir helgi. Hún er samt farin að hreyfa fæturnar mun meira og sýna smá svipi eins og að brosa.

Eigiði góða helgi og farið þið varlega í amstri dagsins Glottandi


Dagurinn í dag.

 

Arna er komin á almenna deild Brosandi Bæklunardeild... og henni líður eftir atvikum vel og er svona að komast í samband við umheiminn... Brynja er enn á gjörgæslu og hefur hjálp frá öndunarvélinni. Það getur tekið hana nokkra daga í viðbót að vakna betur og losna alveg við öndunarvélina en líklega eru e-h bólgur á heilanum hjá henni ennþá sem trufla hana í því að komast til sjálfs síns. Arna er rosalega hátíðleg í málrómnum og segir mikið elskan mín og ástin mín... þessi elska Glottandi vona að þið hafið það öll sem best.


Fréttir

 

Arna: verður mjög líklega flutt á almenna deild í dag eða af gjörgæslunni og hún fer líklegast á bæklunardeild. Hún er mjög dugleg og er farin að segja margt, en hún talar ekki í samhengi og við erum ekki viss um að hún geri sér almennilega grein fyrir því hvað hún er að segja eða tala um. Hún er rosalega pirruð á öllum slöngum og tólum sem eru á henni. Vestið sem hún er í er fóðrað með gæruskinni og henni er rosalega heitt og pirruð á því og hún er að reina að rífa af sér gifsið á brotnu hendinni en henni klæjar svo undan því. Svo er hún með súrefnisslöngu sem blæs framan í hana og henni finnst það ekki þægilegt svo hún tók á það ráð að pota puttanum í slönguna til að stoppa súrefnisflæðið. En allt þetta eru góðar fréttir og mjög góðar framfarir.

Brynja: Hún er ennþá tengd súrefni og hún verður ekki flutt strax af gjörgæslunni. Hún er að vakna heldur rólegra en Arna úr svæfingunni. Líðan hennar er stöðug. Ígrædda nýrað hennar Brynju gengur vel eftir áfallið svo engar áhyggjur þarf að hafa af starfsemi þess miðað við aðstæður og ástand. Hún opnar augun og kreistir hendurnar hjá manni þegar maður spyr hana hvort hún heyri í manni. Þær líta báðar betur út að mér finnst og þær eru ekki með eins mikinn bjúg eins og þær voru með.

 


Nýjar góðar fréttir

 

Arna er um.þ.b að vakna eftir svæfinguna og hún er búin að segja fyrstu orðin sín eftir slysið sem voru O MY GOD ! frábært það og Brynja er búin að sýna góð viðbrögð í fótum sem eru mjög góðar fréttir. 

Fleiri fréttir seinna í dag. Er á leiðinni á spítalann að líta á þær.


Fréttir af systrunum

Arna og Brynja eru ennþá á gjörgæsludeild. Arna er komin úr öndunarvélinni og er farin að hreyfa bæði hendur og fætur mjög vel. Hún er ekki almennilega vöknuð eftir svæfinguna en það getur tekið nokkra daga að vakna vel eftir svoleiðis. Hún er með frekar mikla vanlíðan af slöngum og hjálminum sem hún er með á höfðinu og vestinu sem hún er í til að halda bakinu í góðri stöðu.

Það er búið að slökkva á svæfingarlyfinu hjá Brynju og hún er að vakna í rólegheitunum. Hún er búin að opna augun og hlustar og er mjög róleg. Hún er búin að hreyfa hendurnar sem er mjög gott en hún slasaðist illa á hægri hendi og er heppin að hafa haldið þeirri hendi, það þurfti að negla hana alla saman.  Brynja er í kraga til að halda hálsinum kyrrum og í réttri stöðu.

Takk fyrir allan stuðninginn :)


Sæluvikan og fleira skemmtilegt

Svandís ósk krútt :)

 Þetta er  mynd af fallegasta barninu mínu :) he he Svandís Ósk ótrúlega dugleg stelpa farin að labba og kann að gera margar kúnstir Ullandi

 

Hmmm!!! annars er það að frétta að ég fór á sæluvikuball á föstudagskvöldið í íþróttahúsinu og á keppnina að sjálfsögðu líka.. sence vann en það er stelpnahljómsveit sem er á aldrinum 16 - 17 eða e-h veit það ekki alveg en það var svakalegt stuð þar sem við vorum svo margar Inga frænka kom með vinkonum sínum en ein vinkona hennar hún Nana var að syngja í keppninni.. en verst er að ég missti af vinningslaginu þar sem ég var á klósettinu í bæði skiptin sem það var flutt... það gerir bjórinn sko.. Tala af sér svo var ball á eftir þar sem hljómsveitin von hélt uppi stuðinu og Heiða Idol kom og söng nokkur lög með þeim rosa gaman ég dansaði eins og ég ætti lífið að leysa og var líka ónít í fótunum daginn eftir... Fór svo á kvöldvakt á laugardeginum þar sem við Kristín létum eins og vitleysingar og töluðum mikið og áttum góðar samræður um kúk og piss  Óákveðinn við pöntuðum okkur þvinkumat í vinnuna.. pizzu og franskar og kók og héldum svo áfram að láta eins og vilteysingar þangað til vaktin var búin...

Í dag aftur á móti var ég send heim með ælupest Skömmustulegur ég fór upp í mötuneyti... fékk mér að borða og kom svo niður með æluna í hálsinum og ældi öllu sem oní mig fór skemmtilegt það Fýldur og ég er búin að sofa meira og minna í dag... gaf mér aðeins tíma til að blogga e-h vitleysu og svo ætla ég bara að fara að sofa aftur..

thanx  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband