Færsluflokkur: Bloggar

Helgin

 Tvíburarnir Brynja og Arna áttu afmæli 28 apríl...  og þær urðu 20 þá... Til hamingju stelpur Koss

Annars er það að frétta að ég fór á djammið á föstudaginn 28 apríl þar sem stelpurnar áttu afmæli og það var svona la la allt í lagi u know það voru svo fáir á djamminu... við vorum 6 þarna inni eða e-h og nokkrar hræður að dansa.. ætlaði á djamm á laugardagskvöldinu en var svo þreytt að ég nenti því ekki svo ég tók mér spólu sem by the way var hundleiðinleg... mæli ekki með að þið takið myndina Dirt hún er ekki skemmtileg en svo tók ég oliver twist Ullandi og horfði á hana á sunnudeginum í letikasti dauðans... Þvottavélin beilaði í þokkabót og við erum búin að vera að fara með þvott til ömmu í allan dag til að geta t.d farið í bað því það voru engin handklæði til Óákveðinn 

Annars ætla ég að segja þetta gott í bili... sæluvikan að byrja svo það verður vonandi gaman næsta föstudag á sæluvikukeppninni svo bara hafiði góða sæluviku og reinið að njóta hennar eins vel og þið getið Hlæjandi 

Bless bless alltaf hress


Doktors visit !

Fór til bæklunarlæknis áðan sem er nú ekki frásögu færandi kanski... en það eru e-h smá skemmdir í mjöðmunum á mér, ekkért sem á að há mér á næstunni sem betur fer en hann hefur enga skýringu á því afhverju ég labba eins og bangsímon Óákveðinn ég fór í myndatöku og svo ætlar hann bara að senda mig í sjúkraþjálfun... Brosandi Ótrúlega gott veður hérna... alveg yndislegt vonandi verður veðrið svona á morgun því þá verður hægt að henda bæði mönnum og hundum út í garð í afmælinu hjá Örnu og Brynju á morgun... djamm.. djemm...bamm... Silvía Nótt...


Nýtt blogg !

 

 Jæja þá er maður að reyna að virkja nýtt blogg hérna.. það er allt farið í klessu á blog.central þannig að ég ákvað að prufa þetta... það tekur mann alltaf svoldinn tíma að komast inní þetta því tölvur eru hálfgert vandamál...  Það sem er á dagskránni núna er afmælið hjá Örnu og Brynju en þær eru að verða 20 ára á föstudaginn og það ætlar bara öll nánasta fjölskylda að mæta á krókinn í afmæli og það er sko ekkért lítið af fólki... + 5 hundar Tala af sér Það verður örugglega rosalegt stuð en núna eru allir að skúra og skrúbba og bóna og svo er bara að sjá hvar á að koma pakkinu fyrir Ullandi

 Annars vil ég biðja ykkur að hugsa til eins lítils drengs og fjölskyldu hans sem ég þekki samt ekki neitt en er búin að vera að fylgjast með síðan að hann fæddist... endilega hugsið til þeirra Strákurinn heitir Huginn Heiðar og er með ígrædda lifur og þau eru alltaf að lenda í bakslögum með strákinn sinn... Hann er samt algjör hetja og sömuleiðis fjölskyldan hans 

Hérna komist þið inná síðuna hans.

http://barnaland.is/barn/23007

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband