Færsluflokkur: Bloggar

Miðvikudagur 13. desember

Jæja þá er ég komin heim eftir ævintýrið... ég náði þó að gera það sem ég ætlaði og ég náði að læra að tappa af Brynju Wink sem betur fer. Ég held að Brynja komi norður í kringum 20. des en þá þarf að útskrifa hana af grensás en svo þegar hún fer til baka í janúar þá verður hún innskrifuð aftur... hún er farin að ganga með hækju og er algjör snillingur og svo er hún svo bjartsýn og kát alltaf... Þær komu báðar vel útúr myndatökunni sem þær fóru í á þriðjudaginn og naglarnir verða teknir úr bakinu á Örnu í vor. Og Brynja fékk að losna við kragann en hún má nota hann ef hún verður þreytt í hálsinum en ég held að hún ætli að kveikja í honum á gamlárskvöld og við ætlum að vona að næsta ár verði betra því að þetta ár hefur verið hrein martröð.

Þvílík Reykjavíkurferð :(

Mikið anskoti getur margt verið pirrandi. Ég fór til Reykjavíkur til þess að hitt Brynju sem by the way var ótrúlega gott að sjá og engar smá framfarir á stelpunni... og hún er alltaf jafn hress og bjartsýn. En ég kom hérna til þess að geta verið með Brynju og skroppið í jólaleiðángur og versla jólagjafir... laugardagurinn fór nú bara í hálfgerða leti og svoleiðis skemmtilegt... við Brynja sátum heima hjá Ósk og Palla og dunduðum okkur þar og Brynja drakk kaffi og skipaði okkur hinum fyrir LoL en sunnudagurinn átti að fara í bæjarferð og jólainnkaup en það gerðist ekki betra en það að ég fékk helvítis ælupesti... fór til Brynju á grensás og var þar bara inni á klósetti og ældi... ég hringdi í lækni til þess eins að fá e-h til þess að stoppa þetta helvíti til að ég gæti sinnt því sem að ég kom til að sinna en NEI læknirinn segir mér að koma niður á bráðamóttöku og ég var lögð inn !$#" ég hélt að það væri hægt að dúndra einum poka af vökva í mig og svo gæti ég farið í búðir og gert e-h með Brynju... en ég var látin sofa þarna yfir nótt og ég var ekki sátt... ég held meira að segja að ég hafi ekki verið orðin það þurr en kreatínið var ekki nema 139 og það hefur nú oft farið hærra... en eðlilegt er 80 - 120 og ég er yfirleitt á bilinu 120 -130... en það var búið að vökva mig svo mikið þegar ég vaknaði í morgun að ég var komin með bjúg og átti svo að mæta hjá Viðari klukkan 9.. ég hélt að hann kæmi þá bara og talaði við mig en nei ég átti bara að mæta í tímann hjá honum og kreað var komið niður í 115 í morgun og ég sagði við Viðar að ég ætlaði að taka þvagræsilyf þegar að ég kæmi heim til að losna við bjúginn en hann hló bara og sagði að þetta hefði nú eiginlega verið óþarfa stress í þeim og þeir hafi greinilega ekki ætlað að gera mistök með mig þar sem ég er með þriðja nýrað... en allavega Brynja er bara að gera góða hluti hérna þegar hún vaknar þegar hún á að vakna haha !!! hún er svoddan svefnpurka eins og systir hennar.

Jæja jæja :)

Jæja prófvika frammundan... eitt próf búið og fjögur eftir FootinMouth Mig hlakkar ekkért smá til þegar að þetta er allt saman búið... á föstudaginn ætla ég svo suður og helgin fer í jólastúss og svo á ég að læra að tappa af Brynju svo að hún þurfi ekki að fara upp á spítala á jólunum... þá getur hún verið heima allan tímann og ekkért spítalavesen... ég tappa bara af henni Grin Svo ætla ég náttlega að hitta krúttið mitt hana Svandísi Ósk og kaupa e-h mjög fallegt handa henni í jólagjöf... hún er líka svo dugleg og er farin að segja nafnið mitt skýrt Smile Í þessari ferð kenni ég henni vonandi e-h meira skemmtilegt. Ósk mín þú færð líka e-h fallegt og Pallinn líka ef hann verður góður Tounge Það verður ótrúlega gaman að sjá Brynju og þær framfarir sem hún ætlar að færa mér núna... ég hef ekki séð hana í mánuð eða síðan þegar hún kom á árshátíðina... svo er það ferðin til Viðars á mánudaginn... ég gæti bloggað endalaust um e-h bull hérna en ég verð víst að halda áfram að læra fyrir ensku í "speaking with a angel" Shocking ótrúlega gaman ha ha!!! well allir að vera duglegri að skrifa í gestabók og comments... það er ótrúlega gaman að sjá hverjir skrifa kveðjur til okkar og það er ótrúlega gaman að fá kveðjur frá öllum æskuvinkonunum úr Breiðholtinu, Hábergsgenginu og Hólabrekkuskólafólkinu Wink Takk æðislega fyrir.

Rockstar og Tjútt !!!

Courtesy of MsTags.com

Jæja Brynja fór á líka þessa frábæru tónleika í kvöld og fékk bara VIP þjónustu á tónleikunum með Rockstargenginu... hún var borin í stúku í hjólastólnum og sat í venjulegu sæti og sat í venjulegum stól alla tónleikana. Við Arna skruppum afturámóti á barinn með Kristínu og Arna var að skoða barinn... nýja barinn :) Þar voru ellismellir að djamma fyrir utan náttlega mig, Örnu, Kristínu og Svölu... þetta var ágætt en svo er bara að læra og vinna á morgun og hinn ;) Gilla mín ég skal láta þig vita þegar að ég held upp á nýrnaafmælið mitt... en þið sem ekki fattið hvað ég meina með því þá átti ég svokallað nýrnaafmæli 18. nóvember en þá voru 7. ár síðan ég fór í ígræðslu síðast og ég held að þetta sé í lengsta skiptið sem ég hef verið með fullvirkt nýra... en það hafnar náttlega engin kona honum Arnari eins og hann sjálfur segir og það er ég búin að standa við og ætla að gera næstu árin... vonandi það sem eftir er :D

Shett

Shett það er svo mikið að gera þessa dagana!!! Ég er á fullu að gera verkefni fyrir skólann og svo eru prófin að fara að byrja.... ég er að stressast aðeins... Ég má varla vera að því að fara í vinnuna það er svo mikið að gera....Arna er komin heim sem er æðislegt og ég held að hún sé bara að verða mjög sátt... ég er nú samt kanski ekki sú skemmtilegasta þessa dagana en reini þó að gera e-h með henni þegar ég hef tíma til... við fórum t.d í sund á sjúkrahúsinu í gær með Kristínu sem var mjög gaman og annað kvöld ætlum við aðeins að skella okkur út á lífið og sjá hvernig barinn lítur út Tounge En Arna er náttúrulega ekki búin að sjá hann síðan að hann breyttist. Rockstar gengið var að bjóða félagi einstakra barna á rockstar tónleika á föstudagskvöldið og við Brynja erum í því félagi... við erum náttúrulega svo einstakar... en það sagði Brynja allavega í e-h viðtali þegar það var verið að fjalla um einstök börn Happy og Brynja ætlar að skella sér á tónleika með Ósk, Sunnu og Heiðari Bjarka og ég hefði ekkért á móti því að fara með ef ég bara kæmist Errm en ég þarf víst að klára mitt plan hérna fyrir norðan áður en ég fer suður en ég fer suður í jólaleiðangur og til læknist helgina 8 - 11 des Smile

 

 


útskrifuð !!!

Jæja þá er Arna útskrifuð og kemur heim á sunnudaginn eða á morgun :) Ég held að hún sé e-h stressuð við að skylja Brynju eftir eina þarna fyrir sunnan en það er kanski ekki skrýtið þær eru búnar að standa í þessu saman í nær fimm mánuði. En Arna mín það er kominn tími til að hugsa og þjóna hinni systirinni sem sytur alltaf ein norður í landi :) he he. Við Brynja töluðum örugglega saman í tvo tíma í símann í gær þegar ég var komin á næturvaktina... við Brynja höfum nú alltaf getað talað mikið um allt milli himins og jarðar :) þetta var bara mjög gott að geta talað svona við hana. Brynja er ákveðin í því að þegar hún er búin í þessu öllu þá ætlar hún að safna peningum fyrir rannsóknum á mænuskaða... :) ég er yfir mig stolt af ykkur stelpur... hlakka til að fá þig heim Arna see ya. love ya. miss ya.

húrra loksins nýtt blogg

Jæja góðir hálsar... loksins kemur hérna e-h nýtt :) ég hef ekki getað bloggað í langan tíma svo núna ætla ég að segja ykkur nokkrar góðar fréttir... en ég ætla að byrja á því að segja ykkur að Arna er að útskrifast af grensás og fer að koma heim í norðurlandið. Brynja verður ennþá á grensás enda ætlar hún að ná sér að fullu... en hún er nú farin að styrkjast heilmikið. Hún er komin með litla göngugrind og svo hefur hún verið að þjálfa sig í að ganga með pabba og hún gengur alveg 5 skref ein og pabbi stendur bara hjá henni ef hún skildi detta :) Þær á grensás eru farnar að tala um að þær séu búnar að vinna of lengi á elliheimili því að Brynja er farin að kalla Halló halló í hvert skipti sem hana vantar eitthvað :) hehe !!! En nú fara prófin að byrja og jólin að nálgast... ég er að farast úr stressi þessa dagana og sef lítið sem ekkért... það er ekki gott þar sem ég á í hlut og get yfirleitt sofið þegar að mér sýnist allan sólahringinn ef því er að skipta. Arna og Brynja eru byrjaðar í jólastússinu og búnar að kaupa mikið af jólagjöfum... ég kemst afturá móti ekki í jólaskap fyrr en 8. des en þá er seinasta prófið mitt... ég fór reyndar til ömmu í morgun og hún var að baka fyrir jólin og þá fylltist yfir mig e-h voða jólastemma :) en svo fór hún aftur þegar ég kom heim :/ en þetta kemur :)

 


Allt á tjá og tundri ;)

Jæja stelpurnar voru ánægðar með allt um helgina... :) Brynja er farin að ganga við litla göngugrind og allt stefnir þetta í rétta átt sem betur fer.... það eru komnir 4 mánuðir síðan slysið var og þið getið ekki ýmindað ykkur hversu þungu fargi er létt af manni þegar maður sér svona miklar og góðar framfarir hjá þeim... mig hlakkar til að fá þær aftur heim og það er deginum ljósara að maður veit aldrey hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en sem betur fer missti ég þær ekki... þótt ég geti ekki lýst tilfinningunum sem hrundu yfir mig daginn sem þetta gerðist og oft þegar ég hugsa um þetta þá hrynja þær yfir mig aftur en sem betur fer ekki eins slæmar en þetta er vont og ég vil helst aldrey þurfa að lenda í þessari lífsreynslu aftur. Enda segir Brynja að það sé ekkért til sem getur bugað eða drepið okkur miðað við allt sem hefur skeð hjá okkur. En þrátt fyrir allt getur maður ekki lagst niður og sokkið sér í þunglyndi eða þaðan af verra... Nei maður verður að standa upp og halda áfram með lífið eins og sjá má með stelpurnar ef þær væru ekki svona bjarsýnar hvar ætli þær væru þá í dag. Brynja væri líklegast ekki farin að stíga í fæturnar ef hún hefði ekki þetta góða og ákveðna skap. Hún er alltaf að bæta sig og kemur sífellt á óvart viku eftir viku. Ég veit að það var fullt af fólki sem bjóst alls ekki við því að sjá þær svona hressar þegar þær kæmu hingað norður... en það hefur líklegast líka létt á mörgum að fá að sjá þær og sumir hafa kanski búist við meiri framförum.

Ah jólaskýrslan er komin í vinnunni... ég er ekki að vinna á aðfangadagskvöld sem er frábært en ég var að vinna þá í fyrra... það var fínt en ég er sátt við að vera heima þessi jól sérstaklega þar sem stelpurnar koma heim... ég verð reyndar að vinna á gamlárskvöld og nýársdagskvöld en það verður fínt... mér skilst að það sé mjög gaman að vera með gamla fólkinu á gamlárskvöld... svo bara drífur maður sig heim og kemur sér í djammfílinginn :) eða nýársstemmninguna :) hverjir ætla svo að strengja nýársheit... er ekki kominn tími til að spyrja af því núna Grin he he

arshati_hja_hs_2006_002


Árshátíð !!!

Mikið anskoti var drullu gaman á árshátíðinni í gærkvöldi :) Minnst var á Örnu og Brynju í upphafsræðunni og þær voru velkomnar á árshátíðina og allir klöppuðu fyrir þiem :) Við ungliðarnir vorum til sóma og vorum edrú og pössuðum uppá að gamlingjarnir færu sér ekki að voða he he !!! Það var náttúrulega sungið lagið okkar sem er "Það lyggur svo makalaust" :)

Það lyggur svo makalaust ljómandi á mér, 

mér líkar svo vel hvernig heimurinn er,

mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart

og langar að gera svo dæmalaust margt.

Hæ, dúllía, dúllía...

Það skilst varla hjá mér eitt einasta orð, 

mér allt sýnist hringsnúast stóar og borð.

Minn hattur er týndur og horfið mitt úr, 

ég held ég sé komin á sjóðandi túr.

Hæ, dúllía, dúllía...

Samt líð ég hér áfram í indælisró,

í algleymis dillandi löngunarfró.

Já þetta er nú algleymi, ef algleymi er til,

því ekkért ég man eða veit eða skil.

Hæ, dúllía, dúllía... 

Þetta var algjör snilld og svo var náttlega sungið jarðarfarar lagið mitt eða komdu og skoðaðu í kistuna mín :) Nei allavega þetta var rosa stuð og stelpurnar skemmtu sér konunglega og þær voru alveg að drukkna í knúsi og kossum :) Við skruppum svo aðeins bara með Brynju um 12 leytið upp á sjúkrahús að láta tappa af henni og fórum svo bara aftur á ball og hún með okkur :D og svo fór hún bara þangað aftur um 3. 30 í nótt og við sváfum allar á okkar græna þar til við vöknuðum um 3 leytið og Brynja var ekki komin heim í dag fyrr en klukkan 3.30 í dag :) það hlítur að vera svona gott að kúra á sjúkrahúsinu á deild 1. Takk fyrir allt allir sem komu að þessari frábæru helgi :) 


Get ekki þagað !!!

OH ! ég bara get ekki þagað lengur... Arna og Brynja eru að koma norður um helgina úff !! kominn tími til :D Þær koma og ætla á árshátíð og mig hlakkar svo til að ég er bara að farast úr spenningi... það lyggur við að ég leggist í jólahreingerningu til að róa mig niður :) ha ha Brynja reyndar gistir uppi á sjúkradeild en það þarf að tappa af henni stundum á nóttunni og svo snemma á morgnanna svo sækjum við hana bara og förum með hana uppeftir þegar hún þarf að pissa :D 

Setti inn hérna eitt sætt myndband af honum vini mínum GUTTA ;)

 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband