Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2007 | 16:31
Alltaf eitthvað að gerast :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2007 | 14:42
Afmæliskveðjur !!!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 16:48
Tvöfalt afmæli :)
Elsku Pabbi og Harpa Lind til hamingju með afmælið... Pabbi 45 ára afmælið og Harpa Lind með 14 ára afmælið Vona að þið eigið eftir að eiga góðan dag
Jæja mér skilst að það eigi að vera fjölskyldufundum á mánudaginn vegna Brynju og þá verður líklega talað um útskrift Hún útskrifast þá líklegast og fer á dagdeild út febrúarmánuð og ætli hún komi svo ekki heim eftir það... og fer í sjúkraþjálfun hérna fyrir norðan... sjúkraþjálfarinn hennar var í fríi en hún var alveg rosalega ánægð með Brynju þegar hún kom úr fríinu... það eru líka engin smá stökk sem stelpan er að taka... endalaust stolt af þér Brynja...og hlakka til að fá þig endanlega heim.
Talandi um að ætla að ná sér vel, en hún Brynja vaknaði upp um daginn alveg í sjokki og klæddi sig í fötin... og það lá við að hún hljóp fram á gang en þar náði hjúkkan henni og spurði hana hvert hún væri að fara... Brynja varð alveg brjáluð og spurði hvernig og hvers vegna þær létu hana sofa svona mikið og lengi þegar að hún ætti að mæta í æfingar... hjúkkunnu tókst nú samt að róa hana á endanum og sagði henni að það væri laugardagur og engar æfingar þann daginn.... HAHAHAHAHAHAHA!!!!! algjör snillingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 17:00
Jæja best að blogga pínu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 19:42
Nú er frost á fróni
Jæja mér skilst að þorrinn hafi byrjað í dag... bóndadagur og þorri :) Til hamingju með daginn allir kallar... bóndar :D og Auður frænka líka en hún á afmæli Brynja kom heim um helgina flaug bara til okkar... henni er líka endalaust að fara fram gengur nokkur skref án nokkurar hjálpar... Svo erum við búnar að panta farið til Boston og því er maður byrjaður í ræktinni á fullu svo að maður geti látið sjá sig á ströndinni :) Ég held að Cindy sé nánast búin að plana báðar vikurnar fyrir okkur... það verður ótrúlega gaman að hitta hana og Jim... svo ætla ég náttlega að fara í heimsókn á sjúkrahúsið og hitta hann Herren... DR. John Herren læknirinn minn í Boston :) Við Arna förum saman í ræktina næstum á hverjum degi... Arna getur samt ekki gert allar æfingar því að hún finnur ennþá pínu til í hendinni sem brotnaði og það brakar í öllu bakinu á henni og spengingunum þar þegar hún gerir sumar æfingar...
En jæja gott í bili... Hafiði góðan þorra... borðið þorramat.... og farið á mörg þorrablót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 16:07
Hæ Hæ
Jæja þá ætla ég að segja ykkur smá fréttir hérna... Það var fundur vegna Brynju um daginn og þar var talað um að hún mundi útskrfast eftir tvo mánuði... þannig að á þessum tveimur mánuðum er Brynja staðráðin í því að komast alveg á fætur :) En þegar að hún útskrifast þá kemur hún heim í norðurlandið og fer í sjúkraþjálfun hérna... Ég, Arna og Benni erum byrjuð aftur í skólanum og þessi daglega rútína er komin af stað aftur... Arna er að taka tvö fög í skólanum og ég held að henni eigi bara eftir að ganga ágætlega... en svo ætlum við systur að skella okkur í ræktina og Arna ætlar að safna vöðvum í smáa kroppinn sinn og ég ætla að reyna að fækka lögum hahaha !!!
Heiðar Bjarki litli stóri frændi átti afmæli í gær og varð 16. ára tíminn er nú ekkért smá fljótur að líða... og kallinn fór í fyrsta ökutímann sinn í gær og þvílík tilviljun en hann var látinn keyra upp í háberg þar sem við bjuggum þegar við bjuggum í Reykjavík... en allavega
Til hamingju með daginn frændi

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 18:52
ÚFF hálft ár síðan stelpurnar lenntu í slysinu !!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2006 | 17:55
Well well
Við erum búin að eiga alveg frábær jól hérna á skagfirðingabrautinni og vonum að þið hin hafið líka átt góð jól... næst eru það áramótin og áramótaheitin :) Fyrir jólin tilkynntum við Guðrúnu Björs komu okkar og litum til hennar í kaffi... hún var búin að baka þessar líka fínu kræsingar og heitt súkkulaði... mmmmm !!! annars er maður ekki búinn að megrast mikið um þessi jól. Við fengum rosalega margar og flottar jólagjafir og Guðrún sem á hana Blíðu vil ég sérstaklega þakka fyrir óvænta pakkann frá Blíðu... Takk fyrir mig :) Veit ekki hvað ég get bullað hérna en ég ætlaði mér að skrifa þessa löngu ritgerð og allt er dottið úr kollinum á mér þar sem ég er eiginlega ósofin... við stelpurnar litum út á annan í jólum og stelpunum fannst rosalega gaman þótt þær hafi setið mest allan tímann.. mest gaman fannst þeim held ég að horfa á hitt fólkið drukkið og ruglað og hlustað á bullið í því en við ætlum að reina að endurtaka leikinn annað kvöld þegar við fögnum nýju ári... annars hefur mér alltaf fundist sorglegt að kveðja gamla árið... þetta er hálfpartinn eins og e-h sé að deyja og við eigum aldrei eftir að hitta þetta ár aftur... ég er svo sorgleg e-h... en ég man að þegar ég var lítil og það voru áramótin ´88 - ´89 þá sagði pabbi mér að hoppa ofan af stól og kveðja gamla árið og fagna hinu nýja en ég held að ég hafi harðneitað og farið að gráta... já svona sorgleg er ég... fæ alltaf kökk í hálsinn á gamlárskvöld ;) en það er kanski ekki svo margt gott að minnast við árið 2006 og við verðum að halda áfram förinni... en við munum þó alltaf þurfa að muna það, en árið 2007 verður vonandi gott ár sérstaklega þar sem ég ætla mér að klára stúdentinn og flytja að heiman og reina fyrir mér í háskóla. Hundunum mínum finnst þó alltaf gaman á gamlárskvöld og sérstaklega þegar verið er að skjóta upp flugeldunum... þeim finnst þetta ótrúlega spennandi og vildu helst fara upp með sprengjunum.
Á annan í jólum héldum við jólaboð heima hjá okkur því að mamma átti afmæli.. hún varð 44 ára kerlingin :) það var gott boð og góður dagur... En nú ætla ég að óska ykkur gleðilegs nýs árs og ég vona að árið 2007 verði gott ár fyrir ykkur öll... og í guðanna bænum farið þið varlega með flugeldana.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 15:16
Gleðileg Jól

Gleðileg jól og farsælt komandi ár allir sem hafa skoðað og fylgst með framförum mála og veitt okkur ómetanlegan stuðning í erfiðleikum í kjölfar slyssins á Örnu og Brynju í sumar. Við vonum að þið eigið eftir að eiga góða jólahátíð og njótið gleði og gæfu á nýju ári.
Hér gengur allt sinn vanagang þegar Brynja er líka komin heim til okkar. Jólaundirbúningurinn er í hámarki og Brynja er orðin hún sjálf aftur... nýtur þess að sofa og hafa það gott í fríinu sínu. Þær systur njóta sín vel saman og með okkur.
Ég ætla að láta tvær skemmtilegar jólavísur fylgja með þessari færslu... eina sem lítil frænka okkar á það til að syngja og svo eina skemmtilega sem við sungum á litlu jólum starfsfólksins um daginn.
Jólasveinar ganga um gólf með
með gyltan staf í hendi,
amma þeirra sópar gólf og
flengir þá með vendi.
Uppá stól stendur mín amma
níu nóttum fyrir jól,
þá fer hún að djamma.
Skín í væna vínflösku,
og huggulega bjóra,
jólaglögg og eplasnafs
allt það ætl´að þjóra.
Dufla og daðra og leika mér
látum illa í desember
burt með sokk og skó
hér af víni er nóg.
Ó, hvað ég elska jólin,
von´ég hitti á stólinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2006 | 18:56
Jólin nálgast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)