Ferðasaga frá Benidorm

Jæja ég er komin heim eftir geggjaða ferð til Benidorm... þetta var vægast sagt frábær vika... Fyrir utan smá flughræðslu sem lýsir sér í því að ég þoli ekki ókyrrðina í loftinu og held mér því fast í sætin sem mundi örugglega bjarga lífi mínu ef til þess kæmi... en ég drakk þá bara þess meira brennivín og leið ágætlega. Mér fannst samt heimleiðin verri en leiðin út og þetta er bara nokkuð langt flug eða um 4 - 5 tíma. Þegar við komum tók bara á móti okkur veggur af hita og svitinn byrjaði strax að streyma niður ennið... svo fórum við upp á hótelið okkar Gemelos með rútu og ég náttlega týndi fjandans myndavélinni í rútunni eða gleymdi henni þar. Íbúðin okkar var rosa fín... þetta var ekki svona týpískt hótel heldur íbúðir og þar voru tvö herbergi, stofa, og tvö klósett og fínar svalir uppi á 16 hæð. Við skelltum okkur náttúrulega strax út á lífið til að líta á hvernig þetta allt saman væri og þar settumst við inn á bar og þar gekk upp að okkur íslendingur sem átti bar á staðnum og við vorum á gestalista hjá honum allan tímann sem við stoppuðum þarna en við fórum samt ekki nema kanski 2 - 3 á hann.. en það var hægt að djamma allan sólahringinn þarna ef maður vildi... maður bara byrjaði þar sem maður vill að kvöldi til og svo fer maður á Jokers sem lokar um 5 en þar lenntum við eitt kvöldið á live sex show... fólkið var bara lokað þarna í búri og var að gera það fyrir framan alla þarna á sviðinu ég náttlega gat ekki hætt að horfa því að ég var svo hissa á þessu öllu saman og trúði ekki mínum eigin augum... en á Jokers lenntum við líka í froðupartý eitt kvöldið. En Jokers lokaði svo klukkan 5 um nóttina en þá gastu bara fært þig yfir á KU bar en þar vorum við á gestalista allan tímann... en það var samt rosalega flottur staður með sundlaug í miðjunni og íslenski barinn var úti og svo gat fólk bara farið að synda ef það vildi... En þessi bar lokaði svo um klukkan 8 um morguninn en þá gastu bara fært þig yfir á annan sem hét space eða e-h þannig en ég komst aldrei svo langt að fara á hann. 

Það sem var annars leiðinlegt var að ég safnaði svo rosalega miklum bjúg á mig þarna úti sem ég var ekki að skilja... en ég ákvað að taka ekki með mér þvagræsilyf út vegna þess að ég var viss um að ég mundi ekki safna á mig bjúg í svona hita en nei nei allt kom fyrir ekki... ég gat varla gengið fyrir bjúg og er ennþá að losna við hann... það var líka búið að bæta allskonar efnum í vatnið sem maður keypti þarna eins og t.d salti... örugglega svo að fólk mundi örugglega ekki þorna upp... svo ég svaf með hátt undir fótunum og vaknaði einn morguninn eins og vatnsblaðra í framan og gat ekki opnað annað augað... og aumingja Ósk lennti í því að nudda á mér tærnar í tíma og ótíma hvar sem við vorum... og ég endaði með því að kaupa mér verkjakrem og bar það á mig reglulega... svo skruppum við í dýragarðinn og þegar við vorum búin að labba þar nokkra kílómetra þá ákvað ég að leigja mér svona þríhjól og keyrði á því það sem eftir var af því sem við áttum eftir að skoða. Ég, Ósk og Palli fórum líka í Terra mitíka sem er tívolígarður og fórum þar í nokkur tæki... við Palli fórum í tvo rússíbana á meðan Ósk var upptekin við að skoða pöddur og taka myndir af engisprettum... Ég set annars inn myndir af þessu seinna en það eru annars nokkrar myndir inni á myspace síðunni minni... www.myspace.com/astak20 Svo fórum við einn dag inn í Alicante og kíktum í mollið þar og versluðum pínu en annars versluðum við mest í þessum túrista göngugötum og þar var líka nóg að fá... annars lékum við okkur á ströndinni sem var æðislegt þar sem ég elska að leika mér í sjónum og lágum fyrir framan hótelið okkar í fínu sundlauginni... en annars var samt best af öllu að koma heim eftir brjálæðislega skemmtilega ferð og nú fara Arna og Brynja að fara til Tékklands í tvær vikur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband