20.5.2007 | 05:14
Næturvakt
Sit hérna ein á næturvakt og nú er kominn sá tími vaktarinnar sem að maður fer að verða þreyttur... klukkan er rétt rúmlega fimm og ég ákvað að setjast niður og blogga. Brynja fór í eftirfylgn á grensás í síðustu viku og þar voru allir alveg rosalega ánægðir með hana og allir sáu miklar framfarir og eru sannfærðir um að Brynja eigi eftir að ná lengra en nokkur þorði að vona... hún er eitt enn kraftaverkabarnið sem útskrifast þaðan :) hún fór í blöðruþrístingsmælingu eins og það er kallað og þar kom í ljós að blaðran er að komast meira og betur í gang enda er hún farin að geta losað sig mun betur en hún gerði. Ég fór á leikritið sex í sveit sem var sýnt í bifröst af leikfélagi skagafjarðar og þetta var bara mjög skemmtilegt leikrit og ég sé alls ekki eftir því að hafa skellt mér... í þessari viku er svo bara verið að pæla í stúdentsveislunni og djamminu sem því fylgir... en ég ætla mér náttlega að djamma þar sem þessi helgi fór í djammfrí en í staðin fékk ég að eyða nóttum helgarinnar í vinnunni :) En ef ég held áfram með þetta blogg þá er ég hrædd um að það fari útí tóma vitleysu vegna þess að mikil þreyta er farin að segja til sín og ég fer að komast í bullham :) þannig að ég ætla að segja þetta gott í bili og halda áfram að gera það sem að maður gerir á næturvöktum....
-C YA-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 23:03
Well Oh well
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 12:45
Til hamingju með afmælið stúlkur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 23:15
HvAð Er Í gAnGi !!!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 22:17
Er kominn tími á blogg ?
Ég held bara að það sé löngu kominn tími á blogg... ég er orðin hálf löt við þetta enda gerist voðalega lítið hérna þessa stundina... það er öll rútína að verða komin í fastar skorður aftur sem betur fer eiginlega... Brynja er ennþá uppi á sjúkrahúsi og kemur heim frá 4 á daginn til 10 á kvöldin... hún er að taka endalausum framförum og er algjör dugnaðar fárkur það er annars allt brjálað að gera í verkefna vinnu fyrir skólann þar sem ég ætla að reyna að klára þetta í vor... og stúdentshúfan verður vonandi sett á kollinn... annars er ég t.d að fara á næturvakt í nótt og strax eftir næturvaktina þá ætla ég og þarf að mæta í próf... ætla þá að læra í nótt
Arna er búin að vera í nálastungumeðferð til að reyna að fá bragðskynið aftur, það gengur bara ágætlega að ég held og henni finnst hún finna smá mun... Brynja er svo að fara víst í endurmat á grensás eftir 2 vikur eða e-h svoleiðis... en þá á hún að lyggja inni á grensás og geta hennar verður könnuð í bak og fyrir.
Ég er í óvissunefnd í vinnunni og við ætlum að reyna að skella okkur í óvissuferð 28 - 29 apríl. Það er verst hvað er alltaf mikið að gera hjá mér því við Brynja þurfum að fara suður á þriðjudeginum 24. apríl og mæta hjá lækni 25. apríl. svo þurfum við að fara heim aftur um kvöldið... Arna og Brynja eiga afmæli 28 en þá er óvissuferðin mig hlakkar rosa mikið til, en svo þurfum við Brynja að fara aftur suður á sunnudagskvöldið því að við þurfum að mæta aftur hjá lækni á mánudeginum... fúff !!! þetta er allt of mikið læknastúss... sem betur fer fæ ég ferðirnar borgaðar og ég ætti að fá þær tvöfalt borgaðar núna.
En allavega hafið það sem allra best og ég reyni að vera duglegari að blogga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 00:26
Jæja jæja
Ég ætlaði að vera löngu búin að blogga e-h en það er búið að vera svoldið mikið að gera núna... Brynju gengur alveg súper vel í æfingum uppi á sjúkrahúsi... það er reyndar talað um að hún borði ekki nógu mikið og hún þarf að þamba í sig build up allavega 2x á dag. Hún fer í föndur með gamla fólkinu sem hún var að hugsa um fyrir slys og svo er hún líka í sundi með þeim, henni finnst þetta ekkért skrýtið og eiginlega bara gaman ef e-h er... hún er orðin súper klár að bjarga sér sjálf og stundum þegar ég fer með hana uppeftir þá geri ég grín að því að hún sé farin að líkjast gamla fólkinu aðeins hvað varðar sérvisku og sérþarfir en allt þarf að vera í röð og reglu svo að hún geti bjargað sér sjálf og komið sér á fætur á morgnanna. Þær stöllur ætla að skella sér svo til Reykjavíkur um næstu helgi á reunion hjá þeirra árgangi í hólabrekkuskóla sem verður alveg pottþétt gaman fyrir þær... ég afturámóti ætla að skella mér á góugleði með vinnunni sem verður örugglega mjög gaman en það er voða mikið leyndó í kringum þetta en við eigum víst að mæta í gúmmístígvélum... ég hef ekki hugmynd um hvað á að fara að bralla með okkur haha.
Ég er á fullu að gera verkefni þessa dagana fyrir skólann... ég er að gera fyrirlestur um flogaveiki og á að lesa það fyrir bekkinn... en það er ekki alveg ég að standa fyrir framan hóp af fólki og lesa og segja frá e-h... veit ekki hvernig þetta á eftir að koma út... en ég verð víst að reyna. Arna er líka á fullu í verkefna vinnu í skólanum... en hún er svo dugleg og ég held að hún sé alltaf langt á undan öllum að skila inn verkefnum... Benni er annars fluttur að heiman að ég held... kemur hérna og er heima hjá sér á kvöldin og kallar svo ég er farinn "heim" að sofa... þau skötuhjúin gista yfirleitt alltaf heima hjá Andreu en það kemur fyrir að þau gisti hér um helgar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 00:33
Hún er á leiðinni heim til sína
Jæja þá er loksins komið að því... Brynja er á leiðinni á krókinn um helgina og er að kveðja Grensás fyrir fullt og allt Það er útskriftarfundur á föstudaginn og svo er stelpan laus eða svoleiðis... hún á að vera uppi á sjúkrahúsi fyrstu 2 -3 vikurnar á meðan hún er að komast inn í endurhæfinguna og svo fer hún á dagdeild

Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2007 | 03:30
Árekstrar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2007 | 20:50
Allt í góðum gír :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 15:15
Hmmm
Jæja Brynja er að koma aftur heim um helgina... :) um daginn var hún með svo mikla verki í öðrum fætinum að hún gat ekki stigið í hann þannig að pabbi þurfti að skutla henni til Reykjavíkur vegna þess að hún treysti sér ekki til að fara með fluginu... en svo kom í ljós að þessir verkir stöfuðu af því að hún hafði fengið e-h konar rafmagnsmeðferð í sjúkraþjálfun fyrir helgina og þar af leiðandi komu þessir verkir... hún átti svo að fá rafmagn á báða fæturnar eftir helgina og vera í hjólastólnum yfir daginn til að hvíla fæturnar... ég held að hún sé orðin mikið betri núna.
Ég var í skólanum um daginn sem er nú kanski ekki til frásögu færandi en einn kennarinn hélt að ég væri á aldrinum 16 - 19 ára... :) hehe hvernig endar þetta... ég er hætt að segja fólki hvað ég er gömul
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)