Well well

Við erum búin að eiga alveg frábær jól hérna á skagfirðingabrautinni og vonum að þið hin hafið líka átt góð jól... næst eru það áramótin og áramótaheitin :) Fyrir jólin tilkynntum við Guðrúnu Björs komu okkar og litum til hennar í kaffi... hún var búin að baka þessar líka fínu kræsingar og heitt súkkulaði... mmmmm !!! annars er maður ekki búinn að megrast mikið um þessi jól. Við fengum rosalega margar og flottar jólagjafir og Guðrún sem á hana Blíðu vil ég sérstaklega þakka fyrir óvænta pakkann frá Blíðu... Takk fyrir mig :) Veit ekki hvað ég get bullað hérna en ég ætlaði mér að skrifa þessa löngu ritgerð og allt er dottið úr kollinum á mér þar sem ég er eiginlega ósofin... við stelpurnar litum út á annan í jólum og stelpunum fannst rosalega gaman þótt þær hafi setið mest allan tímann.. mest gaman fannst þeim held ég að horfa á hitt fólkið drukkið og ruglað og hlustað á bullið í því en við ætlum að reina að endurtaka leikinn annað kvöld þegar við fögnum nýju ári... annars hefur mér alltaf fundist sorglegt að kveðja gamla árið... þetta er hálfpartinn eins og e-h sé að deyja og við eigum aldrei eftir að hitta þetta ár aftur... ég er svo sorgleg e-h... en ég man að þegar ég var lítil og það voru áramótin ´88 - ´89 þá sagði pabbi mér að hoppa ofan af stól og kveðja gamla árið og fagna hinu nýja en ég held að ég hafi harðneitað og farið að gráta... já svona sorgleg er ég... fæ alltaf kökk í hálsinn á gamlárskvöld ;) en það er kanski ekki svo margt gott að minnast við árið 2006 og við verðum að halda áfram förinni... en við munum þó alltaf þurfa að muna það, en árið 2007 verður vonandi gott ár sérstaklega þar sem ég ætla mér að klára stúdentinn og flytja að heiman og reina fyrir mér í háskóla. Hundunum mínum finnst þó alltaf gaman á gamlárskvöld og sérstaklega þegar verið er að skjóta upp flugeldunum... þeim finnst þetta ótrúlega spennandi og vildu helst fara upp með sprengjunum.

Á annan í jólum héldum við jólaboð heima hjá okkur því að mamma átti afmæli.. hún varð 44 ára kerlingin :) það var gott boð og góður dagur... En nú ætla ég að óska ykkur gleðilegs nýs árs og ég vona að árið 2007 verði gott ár fyrir ykkur öll... og í guðanna bænum farið þið varlega með flugeldana.

  




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband