Gleðileg Jól

Gleðileg jól og farsælt komandi ár allir sem hafa skoðað og fylgst með framförum mála og veitt okkur ómetanlegan stuðning í erfiðleikum í kjölfar slyssins á Örnu og Brynju í sumar. Við vonum að þið eigið eftir að eiga góða jólahátíð og njótið gleði og gæfu á nýju ári.

Hér gengur allt sinn vanagang þegar Brynja er líka komin heim til okkar. Jólaundirbúningurinn er í hámarki og Brynja er orðin hún sjálf aftur... nýtur þess að sofa og hafa það gott í fríinu sínu. Þær systur njóta sín vel saman og með okkur. 

Ég ætla að láta tvær skemmtilegar jólavísur fylgja með þessari færslu... eina sem lítil frænka okkar á það til að syngja og svo eina skemmtilega sem við sungum á litlu jólum starfsfólksins um daginn.

 

 Jólasveinar ganga um gólf með 

með gyltan staf í hendi,

amma þeirra sópar gólf og

flengir þá með vendi.

Uppá stól stendur mín amma

níu nóttum fyrir jól,

þá fer hún að djamma.

Skín í væna vínflösku,

og huggulega bjóra,

jólaglögg og eplasnafs

allt það ætl´að þjóra.

Dufla og daðra og leika mér

látum illa í desember

burt með sokk og skó

hér af víni er nóg.

Ó, hvað ég elska jólin,

von´ég hitti á stólinn.

Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil óska fjölskyldu ykkar og ykkur öllum gleðilegra jóla. Þið eruð öll búinn að standa ykkur einsog hetjur! og ég er mjög ánægð með ykkur! og farsældir a komandi ári!

kv.Íris Arna  

'Iris Arna hermannsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 16:51

2 identicon

Ég vil óska allri fjölskyldunni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári  Hafið það nú gott um jólin elskurnar og njótið þess að vera saman. Það er frábært hvað þið hafið verið duglegar.

STÓRT jóla knús. Gilla

Gilla Jóns (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband