13.12.2006 | 14:46
Miðvikudagur 13. desember
Jæja þá er ég komin heim eftir ævintýrið... ég náði þó að gera það sem ég ætlaði og ég náði að læra að tappa af Brynju
sem betur fer. Ég held að Brynja komi norður í kringum 20. des en þá þarf að útskrifa hana af grensás en svo þegar hún fer til baka í janúar þá verður hún innskrifuð aftur... hún er farin að ganga með hækju og er algjör snillingur og svo er hún svo bjartsýn og kát alltaf... Þær komu báðar vel útúr myndatökunni sem þær fóru í á þriðjudaginn og naglarnir verða teknir úr bakinu á Örnu í vor. Og Brynja fékk að losna við kragann en hún má nota hann ef hún verður þreytt í hálsinum en ég held að hún ætli að kveikja í honum á gamlárskvöld og við ætlum að vona að næsta ár verði betra því að þetta ár hefur verið hrein martröð.

Athugasemdir
Já Ásta mín þið eigið skilið gott ár eða réttara sagt góð ár og bara verðið að vita hvað þið eruð öll búin að vera ótrúlega dugleg. Ég Bjalla í ykkur í jólafríinu, ef við gætum hisst í kaffi hjá mér eða ykkur hvað sem er. Langar að hitt á ykkur.
Kv. Ingibjörg Ásta
Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.