Þvílík Reykjavíkurferð :(

Mikið anskoti getur margt verið pirrandi. Ég fór til Reykjavíkur til þess að hitt Brynju sem by the way var ótrúlega gott að sjá og engar smá framfarir á stelpunni... og hún er alltaf jafn hress og bjartsýn. En ég kom hérna til þess að geta verið með Brynju og skroppið í jólaleiðángur og versla jólagjafir... laugardagurinn fór nú bara í hálfgerða leti og svoleiðis skemmtilegt... við Brynja sátum heima hjá Ósk og Palla og dunduðum okkur þar og Brynja drakk kaffi og skipaði okkur hinum fyrir LoL en sunnudagurinn átti að fara í bæjarferð og jólainnkaup en það gerðist ekki betra en það að ég fékk helvítis ælupesti... fór til Brynju á grensás og var þar bara inni á klósetti og ældi... ég hringdi í lækni til þess eins að fá e-h til þess að stoppa þetta helvíti til að ég gæti sinnt því sem að ég kom til að sinna en NEI læknirinn segir mér að koma niður á bráðamóttöku og ég var lögð inn !$#" ég hélt að það væri hægt að dúndra einum poka af vökva í mig og svo gæti ég farið í búðir og gert e-h með Brynju... en ég var látin sofa þarna yfir nótt og ég var ekki sátt... ég held meira að segja að ég hafi ekki verið orðin það þurr en kreatínið var ekki nema 139 og það hefur nú oft farið hærra... en eðlilegt er 80 - 120 og ég er yfirleitt á bilinu 120 -130... en það var búið að vökva mig svo mikið þegar ég vaknaði í morgun að ég var komin með bjúg og átti svo að mæta hjá Viðari klukkan 9.. ég hélt að hann kæmi þá bara og talaði við mig en nei ég átti bara að mæta í tímann hjá honum og kreað var komið niður í 115 í morgun og ég sagði við Viðar að ég ætlaði að taka þvagræsilyf þegar að ég kæmi heim til að losna við bjúginn en hann hló bara og sagði að þetta hefði nú eiginlega verið óþarfa stress í þeim og þeir hafi greinilega ekki ætlað að gera mistök með mig þar sem ég er með þriðja nýrað... en allavega Brynja er bara að gera góða hluti hérna þegar hún vaknar þegar hún á að vakna haha !!! hún er svoddan svefnpurka eins og systir hennar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já tippikal þegar maður er með plan, þá fer allt til helv....  Hvenær kemur svo Brynja í jólafrí heim á Krók? 

Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband