26.4.2006 | 23:30
Nýtt blogg !
Jæja þá er maður að reyna að virkja nýtt blogg hérna.. það er allt farið í klessu á blog.central þannig að ég ákvað að prufa þetta... það tekur mann alltaf svoldinn tíma að komast inní þetta því tölvur eru hálfgert vandamál... Það sem er á dagskránni núna er afmælið hjá Örnu og Brynju en þær eru að verða 20 ára á föstudaginn og það ætlar bara öll nánasta fjölskylda að mæta á krókinn í afmæli og það er sko ekkért lítið af fólki... + 5 hundar Það verður örugglega rosalegt stuð en núna eru allir að skúra og skrúbba og bóna og svo er bara að sjá hvar á að koma pakkinu fyrir
Annars vil ég biðja ykkur að hugsa til eins lítils drengs og fjölskyldu hans sem ég þekki samt ekki neitt en er búin að vera að fylgjast með síðan að hann fæddist... endilega hugsið til þeirra Strákurinn heitir Huginn Heiðar og er með ígrædda lifur og þau eru alltaf að lenda í bakslögum með strákinn sinn... Hann er samt algjör hetja og sömuleiðis fjölskyldan hans
Hérna komist þið inná síðuna hans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.