Jæja jæja :)

Jæja prófvika frammundan... eitt próf búið og fjögur eftir FootinMouth Mig hlakkar ekkért smá til þegar að þetta er allt saman búið... á föstudaginn ætla ég svo suður og helgin fer í jólastúss og svo á ég að læra að tappa af Brynju svo að hún þurfi ekki að fara upp á spítala á jólunum... þá getur hún verið heima allan tímann og ekkért spítalavesen... ég tappa bara af henni Grin Svo ætla ég náttlega að hitta krúttið mitt hana Svandísi Ósk og kaupa e-h mjög fallegt handa henni í jólagjöf... hún er líka svo dugleg og er farin að segja nafnið mitt skýrt Smile Í þessari ferð kenni ég henni vonandi e-h meira skemmtilegt. Ósk mín þú færð líka e-h fallegt og Pallinn líka ef hann verður góður Tounge Það verður ótrúlega gaman að sjá Brynju og þær framfarir sem hún ætlar að færa mér núna... ég hef ekki séð hana í mánuð eða síðan þegar hún kom á árshátíðina... svo er það ferðin til Viðars á mánudaginn... ég gæti bloggað endalaust um e-h bull hérna en ég verð víst að halda áfram að læra fyrir ensku í "speaking with a angel" Shocking ótrúlega gaman ha ha!!! well allir að vera duglegri að skrifa í gestabók og comments... það er ótrúlega gaman að sjá hverjir skrifa kveðjur til okkar og það er ótrúlega gaman að fá kveðjur frá öllum æskuvinkonunum úr Breiðholtinu, Hábergsgenginu og Hólabrekkuskólafólkinu Wink Takk æðislega fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að láta vita að ég fylgist enn með:) Á víst að vera að læra undir próf núna en alltaf gaman að kíkja hingað sjá hve vel gengur! Gangi þér vel í prófunum annars Ásta og hafið það gott um jólin, frábært að þið getið verið allar saman heima!

Selma (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband