9.11.2006 | 01:11
Allt á tjá og tundri ;)
Jæja stelpurnar voru ánægðar með allt um helgina... :) Brynja er farin að ganga við litla göngugrind og allt stefnir þetta í rétta átt sem betur fer.... það eru komnir 4 mánuðir síðan slysið var og þið getið ekki ýmindað ykkur hversu þungu fargi er létt af manni þegar maður sér svona miklar og góðar framfarir hjá þeim... mig hlakkar til að fá þær aftur heim og það er deginum ljósara að maður veit aldrey hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en sem betur fer missti ég þær ekki... þótt ég geti ekki lýst tilfinningunum sem hrundu yfir mig daginn sem þetta gerðist og oft þegar ég hugsa um þetta þá hrynja þær yfir mig aftur en sem betur fer ekki eins slæmar en þetta er vont og ég vil helst aldrey þurfa að lenda í þessari lífsreynslu aftur. Enda segir Brynja að það sé ekkért til sem getur bugað eða drepið okkur miðað við allt sem hefur skeð hjá okkur. En þrátt fyrir allt getur maður ekki lagst niður og sokkið sér í þunglyndi eða þaðan af verra... Nei maður verður að standa upp og halda áfram með lífið eins og sjá má með stelpurnar ef þær væru ekki svona bjarsýnar hvar ætli þær væru þá í dag. Brynja væri líklegast ekki farin að stíga í fæturnar ef hún hefði ekki þetta góða og ákveðna skap. Hún er alltaf að bæta sig og kemur sífellt á óvart viku eftir viku. Ég veit að það var fullt af fólki sem bjóst alls ekki við því að sjá þær svona hressar þegar þær kæmu hingað norður... en það hefur líklegast líka létt á mörgum að fá að sjá þær og sumir hafa kanski búist við meiri framförum.
Ah jólaskýrslan er komin í vinnunni... ég er ekki að vinna á aðfangadagskvöld sem er frábært en ég var að vinna þá í fyrra... það var fínt en ég er sátt við að vera heima þessi jól sérstaklega þar sem stelpurnar koma heim... ég verð reyndar að vinna á gamlárskvöld og nýársdagskvöld en það verður fínt... mér skilst að það sé mjög gaman að vera með gamla fólkinu á gamlárskvöld... svo bara drífur maður sig heim og kemur sér í djammfílinginn :) eða nýársstemmninguna :) hverjir ætla svo að strengja nýársheit... er ekki kominn tími til að spyrja af því núna he he
Athugasemdir
Æðislegt að sjá hve vel gengur, þær líta rosalega vel út stelpurnar! Það er satt hvað þið eruð allar ótrúlega duglegar og ekkert smá bjartsýnar alveg sama hvað gerist (man alltaf eftir hvað þú varst bjartsýn líka yngri!) Langaði bara aðeins að skrifa smá kveðju til ykkar, fylgist reglulega með framförunum hjá þeim sem er bara frábært að sjá:)
p.s. mamma biður að heilsa þér og spyr líka reglulega frétta af Örnu og Brynju:) Margir að hugsa til þeirra hehe!
Selma (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 15:53
Hæ stelpur, mig langaði bara að kvitta fyrir mig, fylgist alltaf reglulega með hérna og finnst frábært að sjá framfarirnar hjá ykkur, gaman að þið gátuð líka farið á Krókinn á sjúkrahúsárshátíðina =)
Hafið það sem allra best
Kv, Margrét Helga Hallsdóttir
Margrét Helga Hallsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 20:36
Viltu skila baráttukveðjum til Örnu og Brynju frá mér. Ég er búin að hugsa svo mikið til þeirra og finnst frábært að hafa fundið bloggið þitt svo ég geti fylgst með hvernig gengur. Þið eruð hetjur sem margir ættu að taka til fyrirmyndar. Gaman að sjá hvað þið eruð allar sætar :)
kær kveðja Sara Bjarney (hábergs)
Sara Bjarney (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.