24.10.2006 | 20:47
Well !!!
Jæja stelpurnar eru búnar að hafa það fínt um helgina :) búnar að vera í íbúðinni hjá mömmu og pabba og búnar að fara í klippingu og litun og láta gera sig sætar :D Arna er komin á dagdeild og verður hjá ömmu og þar ætlar hún að taka upp handavinnu og prjóna sér peysu og klára peysuna á bumbuskrímslið hennar Kristínar frænku :) he he. Ég held að hún sé bara orðin ágætlega sátt við þetta fyrirkomulag. Brynja fór til blöðrusérfræðings um daginn og þar kom í ljós að hún var með e-h konar spasma í blöðrunni og hún er komin á lyf við því og þá ætti hún að fara að geta losað blöðruna almennilega. Hún er samt að læra að tappa af sér en það verður bara tímabundið sem hún þarf að gera það þá. Það er allt orðið á kafi í snjó hérna fyrir norðan og hver veit nema maður kominst á skíði um helgina ??? ég er búin að skafa af bílnum mínum svona fimm sinnum í dag.... ekki það skemmtilegasta :/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.