6.3.2008 | 22:53
Hættum þessu bulli
Hellú hellú... margt búið að gerast síðastliðna daga hehe... Ég fór á árshátíð hjá HA um seinustu helgi og það var bara mjög gaman... og þessi vika er búin að líða eins og vindur... ég fór í próf í lífsmörkum um daginn og maður verður að ná 8 í þessum smá prófum... ég féll með sjö og átti því að fara í upptökupróf á morgun... en svo var ég á FSA áðan að læra að stinga og taka blóðprufur... og kíki svo í sakleysi mínu á símann minn og sé að það er missed call frá einhverjum svo að ég prufaði að hringja í númerið og þá var þetta kennarinn minn í hjúkrun sem sagði að ein spurning á prófinu hefði verið röng og ég fékk því rétt fyrir hana... hækkaði í einkunn og slepp við prófið á morgun... jeij !!! ekkért smá ánægð... og ég er líka ótrúlega ánægð með það hvað mér tókst vel að taka blóðprufurnar... fékk semsagt að prufa 2 sinnum og tókst það í fyrsta í bæði skiptin svo var blóðið okkar rannsakað og mitt náttlega allt í brengli miðað við hina... en ég sagði rannsóknarkonunni frá því hvernig væri komið með mig... og þá skildi hún þessar hálf brengluðu prufur og sagði að þessar niðurstöður væru algengar í fólki eins og mér
hehe. Annars er ég búin að vera með frekar mikla heimþrá síðastliðna daga... mig langar rosalega að komast heim og vera þar í smá tíma og ég get því eiginlega ekki beðið eftir páskafríinu... en ég þarf samt líka að nota það í lærdóm... skrifa ritgerð og fleira skemmtilegt.
Athugasemdir
þetta er allt ljómandi :D til hamingju með prófið :)
glæsileg mynd hehe
kv ósk
ósk (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.