Geggjuð helgi...

Hmmm ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja maður.... en þetta var hin fínasta helgi og við keyrðum stelpurnar alveg út af brjálaðari skemmtun. Ég mætti til þeirra á föstudagskvöldið með pizzu og skemmtilegt. Ég fékk bílinn lánaðann hjá Gunnu frænku og var bara á honum alla helgina... Takk Gunna mín fyrir lánið á bílnum :) Og það var náttúrulega gaman að sjá systurnar og hvað þær líta rosalega vel út og Arna laus við dótið á hausnum og það var bara rosa gott að sjá þær og ég er ekki frá því að Brynja hafi bætt aðeins á sig smá lager á líkamann. Á laugardeginum fórum við svo með þær í kringluna í verslunarleiðangur og það var ekkért mál... við bara tókum stólinn hennar Brynju með í skottið og Ósk vinkona tók snilldar takta í að setja hana inn og út úr bílnum :) Svo fórum við á stylinn og fengum okkur burger og svo enduðum við í bíó á e-h kappakstursmynd með Will Farrel :) En við Kristín tókum Brynju bara á milli okkar og létum hana labba niður stigann með okkur og hún sat í bíóstól alla myndina :) æðislegt ! og svo þegar myndin var búin þá biðum við bara þangað til allt fólkið var farið út og létum hana svo ganga á milli okkar upp stigann aftur :) þetta var algjör snilld sérstaklega þar sem ekkért er farið að þjálfa Brynju upp í að ganga upp og niður stiga ;) Ég er geggjað stolt af ykkur stelpur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar elskurnar:)
Þið eruð náttúrulega algjörir snillingar,ekkert verið að gera stórmál úr hlutunum bara redda því sem þarf að redda einn stigi til eða frá:))
Kveðja. Gilla

Geirlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 12:39

2 identicon

Sælar stelpur þið veriðið að fyrirgefa mér að ég hef ekkert komist það kom óvænt árshátíð í vinnuni hans elvars sem var haldin í Litháen og þegar ég var á leið heim fékk ég þessa heyftarlegu matareytrun og var bara að komast heim í gær og er enn bara í rúminu. En ég kem fljótt að kíkja á ykkur. Vona að þið hafið það sem allra best en þangað til bæbæ.
Kv. Margrét

Margrét Linda Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband