12.10.2006 | 23:00
Suðurferð JEIJ :)
Jæja þá er seinasta prófið á morgun og svo suðurferð :) jeij geggjað :D Eftir helgina þá verður Arna svo komin á dagdeild :/ ég veit ekki alveg hvernig henni líst á það en hún vill helst ekki skylja Brynju eftir og ég held að það verði ekki það auðveldasta í heimi fyrir Brynju að Arna fái að fara á undan henni... En hún er svo rosalega dugleg að ég er viss um að hún þarf ekki að hafa miklar áhyggjur og verði komin á dagdeild áður en hún veit af...Henni gengur líka alltaf betur og betur bæði að ganga og svo nær hún að losa blöðruna meira og meira með hverjum deginum en hún segist nú heldur vilja detta niður dauð en að læra að tappa af sér... enda er ég viss um að þetta á allt eftir að koma hjá henni. Ég er búin að plana skemmtilega helgi fyrir þær eða ég vona að það verði gaman hjá þeim... við ætlum að versla... fara út að borða og svo í bíó.... geggjað fjör he he :)
Það hefur svo sannarlega sýnt sig í gegnum allt sem við höfum gengið í gegnum að það kemur alltaf betur og betur í ljós hverjir eru "vinir" manns og hverjir ekki.... Það hefur sýnt sig með mig... og þegar mamma lennti í sínum veikindum og svo með stelpurnar... :/ það vill bara svo til að sumir hverfa þegar e-h bjátar á hjá manni en aðrir standa við bakið á manni eins og steinn og vilja allt fyrir mann gera... og ég vil enn og aftur þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur ómetanlega stuðning í gegnum þetta allt saman... maður getur aldrey þakkað því fólki nóg...
Athugasemdir
Hæ Ásta mikið gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá Örnu og Brynju :O)
Kveðja Maja
Maja (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 17:04
http://blog.central.is/unnurbetty
Sigrún (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.