8.10.2006 | 00:15
Kringluferð !
Stelpurnar kíktu í kringluna í dag og keyptu sér allskonar nauðsynlegt dót... þær fengu sér úlpur, nikita peysu, skó og nabblalokka og eyrnalokka og ýmislegt fleira svo ég trúi ekki öðru en að þær séu mestu gellurnar allavega á grensás... þær eru náttúrulega algjörar gellur sko. Þær hittu Björg sem var að vinna með okkur, í kringlunni og ég trúi eiginlega ekki öðru en hún hafi knúsað þær í bak og fyrir. Þær fengu að hitta Heiðu hundinn sinn um helgina og hún ætlaði alveg að éta þær af ánægju að sjá þær. Og svo fóru þær í mat til Kiddu frænku í kvöld þar sem amma og afi kidda og Hjalti voru í bænum og allir mættu þar í mat...
Í morgun átti ég að mæta í vinnuna klukkan átta en var vakin með símhringingu korter yfir átta og sagt "ég átti að hringja í þig...ætlaru ekki að mæta í vinnu Ásta mín" he he... en shitt hvað þetta er óþægilegt ég þaut á fætur í föt og útí bíl og hafði ekki einu sinni fyrir því að greiða á mér hausinn svo I had a very bad hair day all day long :) ha ha ha Gerist vonandi ekki aftur á næstunni allavega... Well það er próf vika framundan svo það er best að fara að lesa sjálfstætt fólk um hann Bjart í Sumarhúsum... :)
Athugasemdir
jeij hlakka rosa til að fara suður um næstu helgi með þér og kikka á krúttpjakkana tvo á grensás =)vona að þær verði það sprækar að við getum brallað e-a saman
Kristin Helga (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.