3.1.2008 | 17:24
well well
Jæja þá tekur ískaldur raunveruleikinn við aftur... jólastússið er búið og hin venjulega rútína kemst á... mig hlakkar bara frekar mikið til þessarar annar... fyrir utan efnafræðina... hef aldrei getað áttað mig nógu vel á henni
Jólin voru mjög fín og ég fékk margar fínar gjafir... en drykkjuspilið frá Ósk stendur þó uppúr og var tekið í gagnið strax um jólin og gerði sko sitt gagna
hehe... áramótin voru góð og skaupið í betra lagi... annars græt ég yfirleitt á áramótunum... finnst þau sorgleg... finnst sorglegt að kveðja e-h sem kemur aldrey aftur og hugsa alltaf til baka og e-h hluta vegna kemur alltaf allt það leiðinlega og sorglega upp í hugann á mér... eins og allt það leiðinlega sem gerðist á síðasta ári... en ég græt samt í hljóði... læt engann sjá að mér líði illa segi bara frá því hérna haha !!! annars var seinasta ár nokkuð gott... ekkért þannig neikvætt sem gerðist í kringum mig sem svo oft vill gerast... fannst þó leiðinlegt að Dimma skyldi þurfa að fara frá okkur... það þarf ekki annað til, til þess að fá mig til að fá kökk í hálsinn...
En næsta ár það er 2008 verður vonandi gott... Arna er allavega komin í nýja vinnu... á leikskóla... enda er hún algjör barnagæla... það gekk reyndar ekki nógu vel hjá Brynju um jólin... hún er með svo mikinn bjúg á fætinum að hún getur varla stigið í hann... og enginn finnur neina skýringu þar á... hún er ekki með blóðtappa... hún er ekki brotin... og því skilur enginn hvers vegna þetta gerist... en ég ætla að segja þetta gott í bili og bið ykkur vel að lifa... annars þarf ég að fara að kaupa mér far til danaveldis... ætla að reina að skreppa þangað í sumar... bara svona vildi láta ykkur vita af því sko hehe
Athugasemdir
Hehe ég vissi að þetta spil kæmi að góðum notum hefði bara viljað spila með
en bara svo það sé á hreinu þá ætla ég með þér til danaveldis það kemur ekkert annað til greina! nóg ertu búin að fara án mín
kv ósk
ósk (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.