3.10.2006 | 01:06
Grillveislan
Stelpurna fengu að skreppa í heimsókn á sunnudagskvöldið og það var rosalega gaman fyrir þær... sérstaklega bara aðeins að fá að breyta til og komast í annað umhverfi og borða góðan mat með fjölskyldunni sinni... :) Brynja var bara borin upp í hjólastólnum af tveimur mönnum og svo bara sett í leðurstól og látin hafa það gott og Arna náttúrulega bara sat og gerði það sem henni sýndist og svo var grillaður og gerður matur eftir þeirra óskum og allt var gott og gaman hjá þeim :)) Arna er ekki ennþá farin að finna bragð en hún finnur ef það er sætt eða súrt og svoleiðis... þannig að hún er eiginlega farin að borða allt sem að kjafti kemur... og meira að segja mat sem hún aldrei áður hefði látið inn fyrir sínar varir... en við trúum samt eiginlega ekki öðru en að lyktar og bragðskynið hjá henni eigi eftir að koma aftur eins og t.d sjónin í henni en hún er alveg orðin normal eins og hún var. Ég fékk senda mynd af Brynju þar sem hún var búin að reisa sig sjálf upp í rúminu :) ég fer til þeirra um ekki næstu helgi heldur þarnæstu og ég get ekki beðið eftir að sjá þær... en það var einmitt öll móðurfjölskyldan í grillveislunni nema ég og Benni... en við vorum bara náttúrulega á okkar stað... í skagafirði að djamma og djúsa eins og sannir skagfirðingar gera og það var alveg ótrúlega gaman bæði í Brekkukoti á föstudagskvöldinu... Anna mín takk fyrir æðislegt boð og stelpur fyrir frábært kvöld. Laugardagskvöldið var líka skemmtilegt en þá var reindar byrjað að drekka seinna og hætt að drekka fyrr... þar sem laugardagurinn var hálfgerður þunnudagur :D en nú er bara komin hvíld fram að árshátíð :) Blogga meira seinna... :) Munið svo eftir athugasemdum og gestabók... það hljóta nú e-h af þessum 150 manns sem kíkja hingað á dag. :) ekki slæmt... að geta skrifað smá svona comment og kveðjur til stelpnanna því þær eru jú líka farnar að skoða síðuna og sjá kveðjur og svona...
Athugasemdir
Sæl Ásta!
Ég er eins og flestir Íslendingar, ég man óljóst eftir þessu slysi sem systur þínar lentu í og svo fellur þetta í gleymskunnar dá og maður hugsar ekki meira um þetta vegna þess að maður þekkir ekkert fórnarlömbin. Mér finnst aðdáunarvert að lesa þessa síðu og fylgjast með bata þeirra og ég dáist líka að því hvað þú ert dugleg að skrifa inn á síðuna. Þetta vekur mann til umhugsunar um öll þau slys sem verða á þjóðvegum landsins og afleiðingar þeirra.
Ég óska systrum þínum góðs bata og sjálfri þér velfarnaðar.
Sólveig Helgadóttir
Sólveig Helgadóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 02:30
Eg hafdi ekki hugmynd um ad Arna og Brynja hefdu lent i slysi. Hrikalegt ad fretta af thessu. Gott ad theim er ad fara fram og vona ad theim lidi vel.
Asta eg verd ad vidurkenna ad mer var hugsad til thin um daginn bara svona upp ur thurru og eg sagdi vid sjalfa mig ad eg mundi orugglega aldrei sja thig ne heyra um thig framar..svo allt i einu fae eg kvedju i gestabokina fra ther! Otrulegt! Hvernig fannstu siduna mina? Ertu med lykilordid?
Allavega eg er i sjokki og sendi Ornu og Brynju barattukvedjur og lika ykkur hinum i fjolskyldunni!
Kaer kvedja
Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 11:12
ég er búin að fylgjast með síðunni, næstum frá degi eitt, og það er frábært að sjá hvað stelpunum fer fram!! :) Baráttukveðjur!
kær kveðja Lilja, (var að vinna með Ástu og Brynju á sjúkrahúsinu síðasta sumar):)
Lilja Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 14:40
Ég fylgist með daglega hérna ... kærar kveðjur.
Binni (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.