29.9.2006 | 16:49
Stjörnur tvær

Það gengur rosa vel hjá stelpunum þessa dagana og eru framfarir orðnar framar vonum. Það er farið að tala um að Arna fari að fara á dagdeild en þá sefur hún "heima" og fer svo á morgnana á Grensás og er í prógrammi þar til klukkan 4. Arna fór í kringluna um daginn og keypti sér sundföt en hún á að fara að fara í sundæfingar á grensás... Brynju gengur rosalega vel að labba í göngugrind í sjúkraþjálfuninni og það er mikið farið að koma að hún pissi sjálf en það var talað um um daginn að fara að kenna Brynju að tappa þvagi af sér sjálf... sem vonandi þarf ekki að gera.

Ég var að frétta það áðan að stelpurnar verða í kvöldfréttunum í kvöld.... það eru ennþá forvarnir í gangi vegna fjölda bílslysa og þeir ætla að sína eitt tilvik þar sem þær dóu ekki og hvernig endurhæfingin og hvernig lífið líklegast getur orðið eftir svona alvarleg bílslys... Hvet alla til að horfa á kastljósið í kvöld og sjá kraftaverkin :)
Athugasemdir
Yndislegt að heyra hvað gengur vel. Bestu óskir.
Birna M, 29.9.2006 kl. 20:34
Dásamlegt hvað allt gengur vel. Æðislegt að geta kíkt hér inn til að sjá hvernig gengur.
Bestu kveðjur, Katrín (var að vinna með Örnu á Leikskóla 101)
Katrín Hrefna (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 21:06
Sæl Ásta,
mikið er gaman að heyra hvað Örnu og Brynju gengur vel. Þær eru algjörar hetjur og framfarirnar hjá þeim eru hreint stórkostlegar :)
Bestu kveðjur og bataóskir
Svava Guðrún (frænka frá Skagaströnd)
Svava Guðrún (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.