Gaman gaman!


Í dag gerðist sá merkilegi hlutur að Arna losnaði við kórónuna á hausnum og það var haldinn fjölskyldufundur en það kom allt vel útá honum og Brynju fer fram framar vonum.... Þær fengu báðar nýjan kraga og hann er léttari og betri en sá sem Brynja var með og þær þurfa ekki að sofa með hann... Brynja sagði að það væri eins og hausinn héngi í lausu lofti þegar kraginn væri farinn af :) En það er eitt sem pirrar mig svolítið... Á borgarspítalanum var okkur sagt að það hefði ekki haft nein árhif á heilann blæðingin sem var á hausnum á Brynju og á grensás er okkur sagt að það hafi orðið þrýstingur á heilann og á Borgarspítalanum var okkur sagt að það væri mar við mænuna á Brynju en á Grensás var okkur sagt að hún væri með mænuskaða á tveimur stöðum... og Bæklunarlæknirinn segir að Brynja eigi örugglega eftir að ganga aftur... En hvernig er það með þetta fólk... ber það ekki saman bækur sínar eða er það ekki að lesa úr sömu myndum og skýrslum og hverju á maður að trúa.... Þoli ekki svona þegar einn segir hitt og hinir annað... It makes me really mad !!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég skil þig að vera pirruð yfir misjöfnum upplýsingum. Mér finnst æði að heyra hversu vel stelpunum fer fram. knúsaðu þær fyrir mig þegar þú hittir þær næst.

kveðja nýji nágranninn og fyrrum samstarfsfélagi Abba

Abba (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband