Þriðjudagur 19. september

 
Ég hef góðar fréttir að færa :) Brynja gekk í dag eftir endilöngum ganginum á Grensás og tók mjög stór og góð skref... hún var að sjálfsögðu í göngugrind en þetta er samt rosa framför og ég er eiginlega viss um að þegar ég kem aftur til þeirra í heimsókn í október að þá verður Brynja komin úr hjólastólnum og tekur á móti mér gangandi :D 
 
 
 
Í gær var svona helgistund í vinnunni með Guðbjörgu presti og það var alveg rosalega notalegt. Þetta vorum bara við "stelpurnar" :) he he. á deild 5 og Guðbjörg að segja okkur hvernig sorgarferlið væri og svoleiðis... þetta var rosa gott og Guðbjörg er alveg frábær prestur og ég vil bara segja ykkur það stelpur mínar að þið hafið allavega verið rosalega duglegar að sýna okkur systrunum mikinn og góðan stuðning í gegnum þetta allt saman, en við getur samt glaðst yfir því hversu rosalega vel það gengur með stelpurnar... þið eruð búnar að taka okkur e-h veginn undir ykkar verndarvæng og hugsa um okkur... og bara eitt knúz gerir mjög mikið gagn :) Takk æðislega fyrir allt.
 
 
 
 Nú fara dagarnir að styttast Arna mín og skrúfurnar verða teknar úr hausnum á þér... við skulum samt vona að þú verðir ekki mjög skrýtin þegar að það vantar svona mikið af skrúfum í hausinn á þér elzkan mín :) he he

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆðððððiiiiisssssslegt :)))þetta eru frábærar fréttir til hamingju Brynja mín :)))))))))og Arna svo er bara að taka niður geislabauginn :))
Þið eruð náttúrulega ungarnir(ungliðarnir)okkar.
STÓRT knús.Gilla

Geirlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 15:46

2 identicon

Til hamingju babe :)))))))))) Nú er bara að fara að hlaupa
Stórt og mikið knús Guðrún Elín

Guðrún Elín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 17:35

3 identicon

ég er svo óendanlega stolt af þeim systrum að ég get ekki einu sinni komið orðum að því.....þið eruð hetjurnar mínar =) hlakka til að hitta þær næst

Kristin Helga (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband