22.11.2007 | 18:31
Læknavesen
Ég er búin að vera að hugsa ansi mikið um eitt núna síðastliðna daga.... þegar fólk er í háskóla eins og ég og þarf að fara til læknis á þriggja mánaða fresti til Reykjavíkur og er í háskólanum á akureyri á maður þá bara að sleppa því að fara til læknisins þótt að maður missi úr seinustu tímana fyrir próf. Ég átti að fara til tveggja lækna og í eina rannsókn... reyndar nokkrar rannsóknir og ég var búin að ná að troða þessu öllu saman á einn dag... Nú spyr ég bara á ég að láta skólann ganga fyrir eða heilsuna... mér finnst að heilsan eigi að koma fyrst þar sem ég gæti aldrei látið skólann ganga fyrir ef ég missti heilsuna.. fyrir utan það að ég get lesið bækurnar og glósurnar hvar sem ég er á landinu og hlustað á tímana úr skólanum í tölvunni minni nánast hvar sem ég er á landinu.... og ég er ekki búin að vera það heppin með heilsuna þannig að ég þori að sleppa því að fara til læknis... þótt að ég missi úr skólanum... ég hef alltaf þurft að gera þetta svona og breyti því held ég ekki núna þrátt fyrir að ég sé komin í háskóla t.d vegna þess að ég gæti ekki mikið stundað þetta nám ef ég þyrfti að vera í nýrnavél.
Athugasemdir
alveg sammála þér þarna
en þó að þú hafir misst nokkra tíma úr þá ertu bara svo mikill snilli að þú ert enga stund að ná því upp
hef engar áhyggjur af þér þú átt hvort sem eftir að ná !!
kv Ósk
ósk (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 18:45
Hugsaðu um heilsuna fyrst og svo skólann...engin heilsa = engin skóli
... (góð í samlagningu
)... bara vera dugleg að læra í stórborgini og þá reddast þetta 
Ester (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.