31.10.2007 | 20:31
Lífið er ekki alltaf dans á rósum

Þetta er hún Dimma okkar... hún var ein af hvolpunum hennar Perlu... það var keyrt á hana 23 október og bílstjórinn keyrði í burtu og skildi hana eftir í vegkantinum. Eigandi hennar fór með hana beint á dýraspítalann þar sem hún lést af sárum sínum um nóttina. Dimma var reyndar orðin fjögurra ára gömul og því ekki svona lítil ennþá... En ég vildi bara aðeins minnast þessa fallega og góða dýrs sem við eigum öll eftir að sakna... hún var algjört yndi. Elsku Dimma mín við söknum þín og við vottum fjölskyldu þinn innstu samúðar.

En annars er það að frétta að Berlínarferðin var æði... það var reyndar lítið sofið og mikið vakað...versluðum pínu.. drukkum rauðvín og annað... borðuðum góðan mat, lentum í lestarævintýri fórum í skoðunarferð og áttum góða árshátíð.
Athugasemdir
Heyr heyr
alveg frábær ferð...
Ester (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:07
blogg blogg blogg...........?
ósk (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.