15.9.2006 | 11:08
The thunder from downunder :)

Hver er ekki sammála þessu... það er sko löngu kominn tími til að gera e-h í þessum málum og loksins er yfirvaldið farið að sjá vandamálið á vegum landsins og fólk farið að sjá hversu hættuleg umferðin er og til hvers reglur eru settar... Vona bara að sem flestir fari eftir þessu !!!
Ég er svo á leiðinni suður í dag að hitta systurnar... ætla að reyna að hressa aðeins uppá þær :) mig hlakkar alveg ótrúlega mikið til... og svo blogga ég auðvitað um framfarir þeirra þegar ég hef hitt þær... ég er að vona að ég fái að sjá Brynju standa upp í göngugrind um helgina. Það var smá grein um stelpunar á www.skagafjordur.com
Til hamingju Magni með árangurinn í supernova... :)
Athugasemdir
Eg er svo sammála þér með umferðarmálin og ég fór í gær og skráði mig á stopp.is Hér er allavega ein sem ætlar að gera það sem hún getur.
Birna M, 15.9.2006 kl. 11:35
ef brynja afi virt hamagshradan þá væri þetta ekki svona í dag
bjhg (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 19:26
Ef fólk vissi á hvaða hraða Brynja var þegar þetta slys gerðist þá væri þessi athugasemd kannski í lagi en þar sem aldrei hefur komið fram neins staðar að um hraðakstur hafi verið að ræða sem og ekki var þá finnst mér þessi athugasemd ekki í lagi og í raun lágkúrulegt að skrifa svona og geta ekki einu sinni komið framm undir nafni
Stelpur mínar þið standið ykkur eins og hetjur kossar og knús til ykkar
kveðja Auður
auður (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 21:12
Sammála síðasta ræðumanni.Ef fólk þarf að vera með svona athugasemdir þá er LÁGMARKIÐ að þora að skrifa undir nafni.
Þið eruð frábærar elskurnar verið áfram svona duglegar og brosmildar.
Knús knús.Gilla
Geirlaug Jónsd (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.