Endalaust Góðar fréttir :)

Það gengur alveg rosalega vel með stelpurnar þessa dagana... Það gerist kanski ekki margt dag frá degi en það gerist fullt vikur eftir vikur... Í gær var Brynja látin standa í fæturnar í fyrsta skiptið og það gekk alveg ótrúlega vel þangað til að það var næstum því liðið yfir hana :/ en það varð svo mikið blóðþrístingsfall að það leið næstum því yfir hana sem er algengt að gerist eftir svona langa legu... en það þarf að láta hana æfa sig betur að sitja fyrst áður en hún er látin standa upp... Það eru allir vöðvar að komast í gang hjá henni svo þetta kemur allt svona hægt og bítandi... Arna er bara fín og henni gengur mjög vel.. það er svosem lítið hægt að segja en hún hringdi í mig í gær og sagði mér að hrakvallabálkurinn í sér væri að koma til baka.. hún rak semsagt fótinn í og helti appelsíni yfir sig alla... Gunna frænka fór með veislumat og Auður kom með blóm til þeirra í gær... það eru allir svo ánægðir með framfarir þeirra að fólk hleður í þær gjöfum og mat sem þeim finnst góður svo þær borði nú e-h líka :) 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Frábært að sjá hvað gengur vel og allt er á góðri leið. Baráttukveðjur;)

Birna M, 8.9.2006 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband