29.8.2007 | 23:04
Háskólalíf
Jæja þá er maður byrjaður á fullu sem nemi í háskóla... ótrúlega skrýtið að segja frá því vegna þess að satt að segja átti ég ekki beint von á því að enda í háskóla þótt að mig hafi allta dreymt um að komast í háskóla og þetta nám hefur alltaf kallað sterkt á mig og sjáið mig bara núna... á varla líf vegna þess að ég er ný byrjuð í skólanum og næ varla að líta upp úr bókunum... maður þarf strax að fara á stjá og reyna að lesa og skilja í leiðinni... Þetta er samt mjög gaman þar sem að núna er maður loksins að læra e-h sem maður hefur áhuga á... vona bara að ég komist í gegnum þetta... það eru þó búnir að vera smá byrjunar örðuleikar eftir að ég flutti úr foreldrahúsunum... ég var í mat hjá Ester um daginn og um kvöldið þegar að ég ætlaði að fara heim þá fattaði ég að ég var búin að týna bíllyklunum mínum... ég læsti þá inni í bílnum... ég hringdi í neyðarlínuna því að ég vissi ekki hvert annað ég gæti hringt... fékk þá samband við lögregluna á Akureyri sem bennti mér á að hringja eitthvað annað... ætlaði að segja... benti mér á að flytja eitthvað annað haha... en allavega ég hringdi til að reyna að fá einhvern til að brjótast inn í bílinn minn en nei það kostaði litlar 3000 krónur að kvöldi til svo að ég varð að hringja í Kristínu og byðja hana um að sækja mig :) en svo reddaðist þetta í dag og ég sparaði mér 1000 kallinn en ég þurfti að borga 2000 kall til að fá mann til að brjótast inn í bílinn minn...
Annars vildi ég óska henni Guðrúnu minni Björsdóttur til hamingju með afmælisdaginn :) Knúsar og koss til þín Guðrún mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.