Þriðjudagur 29. ágúst.

Stelpurnar voru fínar og í mjög góðu skapi þegar að ég fór frá þeim í gær. Við Arna fórum í göngutúr með Heiðu í kringum Grensás og sátum svo lengi úti með hana og vorum að spjalla. Brynja hafði verið í baði þannig að við vorum bara að dunda okkur á meðan. Brynja var í rosa góðu skapi eftir baðið og gerði grín af okkur og sjálfri sér... Sagðist vera mjög ánægð með þetta nýja herbergi sitt... en hún hélt að það væri búið að færa hana í annað herbergi sem var að vísu ekki rétt :/ Í morgun fóru þær svo í endurkomu til Arons heila og taugaskurðlæknis og það var spurning hvort Arna fengi að losna við fínu kórónuna og vestið og naglana úr hendinni.... Það kom í ljós að þær þurfa báðar að hafa græjurnar á sér í 4. vikur í viðbót.. En Arna fékk að losna við naglana úr hendinni, en hún verður áfram með kórónuna og Brynja áfram í hálskraganum. :( leiðinlegt fyrir þær en þetta kemur allt saman stelpur... Bara vera þolinmóðar þótt ég skylji að það geti verið erfitt á köflum.

 

 

Hosted by SparkleTags.com



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband