26.8.2006 | 19:52
Shitt 8. vikur á morgun síðan slysið var !
Ég kom suður í gærkvöldi... og í dag fór ég og hitti stelpurnar. Þær líta alveg ótrúlega vel út og eru alveg rosalega bjartsýnar núna. Arna losnar að öllum líkindum við járndraslið af hausnum á sér á Þriðjudaginn og guð hvað hún verður ánægð að losna við það og kemst í bað og getur þvegið almennilega á sér hausinn :/ Ég fór með Heiðu chihuahua hundinn þeirra til þeirra í dag og við náttúrulega bjuggumst við því að hún yrði alveg brjáluð úr ánægju að sjá þær en nei nei hún bara þóttist ekki þekkja þær og vildi bara ekki sjá að vera í fanginu á þeim eða neitt þannig. Jæja best að drífa sig aftur til þeirra bæjó í bili... Minni á gestabókina og svo Athugsemdir...

Arna og Brynja ;)
Athugasemdir
Ég verð bara að fá að segja að samviskusemi þín í því að flytja fréttir af bata þeirra systra er í meira lagi aðdáunarverð; þetta hefur vafalaust stundum tekið á, ekki síst til að byrja með þegar ástand þeirra var alvarlegra, en hlýhugur lesenda um land allt hefur líka eflaust hjálpað þeim á fætur. 4x húrra fyrir ykkur þremur.
Jón Agnar Ólason, 26.8.2006 kl. 21:39
Hæ hæ stelpur mikið er gaman að frétta að Arna sé að losna við járna ( geislabauginn)hafið það sem allra best.
Stuð stuð kveðjur úr vinnunni.Allir biðja að heilsa af deild 5.
Geilaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.