22.8.2006 | 14:45
Allt gott að frétta hér sko ;)
Það var haldinn fjölskyldufundur á Grensás í gær og þar kom nú bara allt vel út en það eina sem hægt var að setja útá er að stelpurnar eru ekki nógu duglegar að borða :/ Brynja er víst búin að léttast um e-h 6 kíló að mér skilst og hún mátti nú ekki beint við því en Arna er líka búin að léttast um e-h svipað... Það er alltaf mjög gott í þeim hljóðið þegar ég tala við þær í símann... Ég talaði t.d við Brynju í 40 mín í símann um daginn og við vorum bara að spjalla um allt milli heima og geima :) Ég er að fara suður á Föstudaginn eftir vinnu og þá get ég sagt meira til um þær en það er frekar erfitt að skrifa þegar maður hefur ekki séð þær og ég fæ bara upplýsingar í gegnum síma... En allavega Brynja er laus við þvaglegginn... "HÚRRA" fyrir því.
Svona er Arna flott um hausinn... búið að bora gat á hana alla.... Hún er allavega með fleiri en 7 göt á hausnum núna... HE HE
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.