18.8.2006 | 00:32
Jæja já :)
Jæja ég er búin að heyra í stelpunum í dag og í gær í símann... Það gengur alveg rosalega vel hjá þeim á grensás, bæði í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Arna var t.d látin steikja hamborgara í gær og Brynja var látin smyrja brauð eða svo sagði hún mér... Brynja er alltaf að fá meiri mátt í fæturnar... en henni hundleiðist á kvöldin en Arna sofnar yfirleitt svo snemma að Brynja er bara þarna ein með sjálfri sér að horfa á sjónvarpið... Hún gerir sér ekki ennþá grein fyrir því að hún búin á króknum en hún heldur að hún búi ennþá uppi í Hábergi í Breiðholtinu. Hún spyr oft hvort Viðar nýrnalæknirinn okkar ætli ekki að fara að koma að kíkja á hana en hún heldur sjálfsagt að hann sé með sig í öllu þessu prógrammi og sé læknirinn hennar í þessu tilviki sem er náttúrulega ekki... En hann fylgist alveg örugglega með henni samt. Hún sagðist ekkért vita hvernig væri með nýrað sitt en ég sagði henni að það væri allt í lagi með það sem og það er en nýrað hennar starfar eins og í heilbrigðri manneskju og fékk ekkért sjokk þrátt fyrir áfallið sem líkaminn hefur orðið fyrir.
Well frídagur hjá mér á morgun þannig að þá er bara að sofa VEL út og taka til og sinna hundunum og öllu öðru sem þarf að sinna ;) Góða helgi :)
Athugasemdir
frídagar eru alltaf góðir dagar og sérstaklega í svona veðri eins og er búið að vera =) en vona að allt gangi vel áfram
Kristin Helga (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.