Svona lítur hendin á Örnu út þessa dagana :/ það er búið að negla hana sundur og saman... en þrátt fyrir þetta tókst henni að gera fasta fléttu í mig :) hún er sko kvenskörungur hún Arna eins og hún hefði verið kölluð í Íslendingasögu... he he. Ég kíkti til stelpnanna í dag áður en ég lagði af stað úr höfuðborginni á jeppanum mínum fína. Arna var mjög hress að spila yatzy með iðjuþjálfaranum sínum. Hún spyr svoldið mikið um slysið þessa dagana og þess vegna kom iðjuþjálfinn með þá hugmynd að skrifa niður í bók allt það sem þær þurfa að vita... Eins og hverjir voru í bílnum og hvar þær voru og hvar þetta skeði o.s.frv. Brynja var í sjúkraþjálfun þegar ég kom til hennar og þjálfarinn var að þjálfa fæturnar hennar bara á meðan hún lá í rúminu :) hún teygði á henni og svoleiðis og ég held bara að Brynja eigi algjörlega eftir að ná fullu bata aftur... sérstaklega ef hún heldur áfram að vera svona bjartsýn og kát eins og hún hefur verið fram að þessu :)
Flokkur: Bloggar | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Það er frábært að heyra að allt gengur svona vel hjá þeim systrum :)
Það var æðislegt að fá sms frá Örnu á laugardaginn.
Haldið á fram að brosa snúllurnar mínar.Gilla
Geirlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 05:33
Það er æðisleg að heyra hvað það er allt gott að frétta af ykkur og hvað allt gengur vel. Verið nú áfram duglegar og hafið það gott í í borginni. Kv gurún Harpa
guðrún harpa (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.