Grensás here I come

Stelpurnar voru fínar í dag. Brynju varð að ósk sinni og komst á Grensás í dag. Hún var mjög ánægð að komast þangað og læknirinn hennar var mjög ánægður með öll viðbrögð sem hún gat sýnt honum. Arna var frekar þreytt og pirruð í dag enda var hún vöknuð um 5 í morgun og búin að hringja í pabba fyrir kl 7. En hún gerir sér ekki grein fyrir hvort það væri kvöld eða morgun. Stelpurnar byðja að heilsa öllum vinum og vandamönnum Hlæjandi 

Á morgun þarf ég að hendast í norðurlandið og fara að vinna og sinna dýrunum mínum  og ég kem á fínu limmunni minni og í þetta skiptið ætla ég að muna að tékka á vatni og olíu áður en ég fer af stað

 Jóna frænka á afmæli í dag :) Til hamingju með daginn kerla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

geggjað að Brynja baby sé komin á Grensás :) Ég hitti ykkur þegar ég kem heim frá Köben....og til hamingju með ammælið gamla ;) Kv. Birna

Birna (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband