12.8.2006 | 12:51
Lovely :)
Í gær fékk Arna að koma með okkur í matarboð til Svövu systur hans pabba og það var alveg frábært og ótrúlega gaman og allir svo ánægðir að fá hana og hún svo ánægð að fá að koma með :) Brynja er bara eins og sjúkraþjálfarinn sýndi mér nýjasta partítrickið hennar en hún beygir fæturnar og lætur þær falla til hliðanna og dregur þær svo að sér aftur... :) alveg frábært... í sambandi við heimsóknir þá er fólki velkomið að heimsækja þær en það væri gott ef það hefði samband við mig eða pabba á undan þannig að það sé ekki of mikið af fólki í einu hjá þeim. Heimsóknartíminn hjá Örnu á grensás er á milli 16 og 20 á daginn...
Athugasemdir
Frábært að heyra hvað gengur vel en ég var að hugsa ég kem í bæinn um kvöldin 15 og væri til í að heimsækja þær 16 ágúst því ég er svo að fara út 17 ágúst, helduru að það sé í lagi. Ég vona að orkan sem ég sendi Brynju og allar mínar barakveðjur komi henni og örnu að gagni. Það er samt besta sem ég geri á daginn er að lesa fréttirnar af þeim á síðuni þinni og mér heyris á öllu að það sé allt að koma hjá þeim. Hlakka til að fá að sjá þær. kv Margrét Linda
Margrét Linda (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.