Great !

Arna fór á Grensás í dag og ég talaði við hana í símann áðan og mér heyrðist hún bara vera mjög ánægð með að vera komin þangað og burt af spítalanum... Það verður líka örugglega öðruvísi að vera þarna en hún er í prógrammi allan daginn og þá er tíminn kanski fljótari að líða :) Hún sagði að hún héldi að hún svæfi líka betur þarna og mundi ekki vakna klukkan 7. á morgnana og þarna mundi hún bara sofa þangað til hún vaknaði :) he he. Brynja var frekar lítil í sér og sár yfir því að hafa ekki komist strax á grensás eins og Arna, en hún er ennþá með hitaslæðing og því ekki hægt að senda hana þangað strax og sjálfsagt er hún líka enn of máttfarin til að fara út af spítalanum strax en þetta kemur allt með kalda vatninu Brynja mín :)

Ég ætla að skella mér suður á morgun og sjá þær og hitta þær... Mig hlakkar alveg ótrúlega til. En ég get sjálfsagt ekki stoppað lengi í þetta skiptið því vinnan þarf að ganga fyrir og skólinn fer að byrja. Ég ætla semsagt í skólann og reina að klára þessi fög sem ég á eftir upp í stúdentinn en Benni er til í að fara um næstu helgi vegna þess að þá er MeNnInGaRnÓtT. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra! Vonandi að Örnu líði betur á Grensás og vonandi að Brynja nái fljótt meiri bata svo hún komist sem fyrst á Grensás og að allt gangi vel! Sendi batakveðjur. Silja Sigurmonsdóttir.

Silja Sigurmonsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 22:50

2 identicon

Frábært að heyra að þetta gengur allavega í rétta átt :) alltaf gaman að lesa fréttir!

Sólborg (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 09:46

3 identicon

Vá hvað er gott að frétta að Arna sé farin á grensás og líði betur þar.. En það er ekki nógu gott að Brynja sé svona langt frá systur sinni þetta hlítur að fara að koma hjá henni ég sendi henni orku frá mér..
Kveðja Margrét

Margrét Linda (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband