3.8.2006 | 16:25
Hellú
Jæja það er lítið að gerast þessa dagana... Arna er bara orðin hundleið á spítalavistinni og vill fara að komast ÚT! Hún hringir í pabba á morgnana vegna þess að henni dauðleiðist Brynja er ennþá með smá hita en hún var sett á sterkari sýklalyf svo lungnabólgan er farin að hjaðna en þeir hafa e-h áhyggjur af hendinni hennar vegna þess að það safnast þessi bjúgur á hana... Það er búið að segja stelpunum frá slysinu og að þetta hafi verið banaslys... Presturinn og sálfræðingurinn sögðu að það væri bara best að segja þeim sannleikan þegar þær færu að spyrja og að við ættum að gera það... En Brynja var farin að spyrja svoldið mikið svo pabbi tók bara á það ráð að segja þeim frá þessu. Ég veit ekki alveg hvernig þær tóku þessu eða hvort þær hafi hreinlega meðtekið þetta strax en það kom sálfræðingur til Brynju fljótlega eftir að pabbi sagði henni frá þessu.
Eigiði góða verslunarmannahelgi og í Guðanna bænum farið þið varlega á þjóðvegum landsins Það er nóg komið af slysum ! Sjálf hefði ég ekkért haft á móti því að skreppa suður og hitta stelpurnar en þegar maður á 2 börn "hundarnir" þá kemst maður ekki langt... sérstaklega ekki um verslunarmannahelgina þegar allir eru á þönum að gera e-h skemmtilegt.
Athugasemdir
hey kannski getum við skellt okkur í sund á milli vakta hjá mér um helgina =) endilega verum í bandi
Kristin Helga (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 22:10
Líst vel á það Kristín... Neyta ekki góðum sundsprett :)
Ásta Kristín (IP-tala skráð) 4.8.2006 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.