1.8.2006 | 14:03
News for u
Jæja þá koma loksins fréttir sem margir hafa beðið eftir... ég er að hugsa um að blogga annan hvern dag núna vegna þess að stelpurnar eru svo stabílar, nema að mér finnist ég verða að segja e-h merkilegt Í fyrradag fékk hún Brynja hita, þannig að í gær var hún send í lungnaspeglun og þeir náðu að hreinsa fullt af slími í burt... en hún er með smá lungnabólgu og er komin á sýklalyf við því. Hún hefur verið að kvarta um verki í hendinni sinni og það hefur safnast smá bjúgur á hendina svo það átti að tappa af henni í dag og líta aðeins á þetta en annars grær beinbrotið mjög vel.
Arna er svona aðeins rólegri þessa dagana en í dag redduðu iðjuþjálfararnir henni stundatöflu þannig að hún hefur hvíldartíma og svo má hún fara í göngutúr og svoleiðis... annars allt gott að frétta af henni. Þær hafa ekkért beðið um að fara og fá sér sígarettu svo að ég trúi ekki öðru en að þær hætti bara að reykja uppúr þessu
Í gær hringdi blaðamaður í pabba og ætlaði að fara að gera forvarnargrein fyrir verslunarmannahelgina, sem er í sjálfu sér gott en það mætti kanski tala við fólk sem lengra er liðið frá slysi. Stelpurnar eru ekki enn farnar að jafna sig almennilega og það er margt inni í dæminu sem þær vita ekki ennþá og við lentum hálf illa í fjölmiðlum eitt árið svo pabbi sagði bara NEI! Hann var allavega ekki tilbúinn að fara að spjalla um þetta ennþá við e-h sem hann þekkir ekki neitt...
Athugasemdir
Hæ Ásta mín gott að heyra hvernig gengur. En mig langar að vita hvort ekki sé allt í lagi með þessa tilteknu stétt manna, sem nefna sig blaðamenn betra nafn væri oft á tíðum, hrægammar því þeir taka ekki tillit til neins.Kveðjur til allra frá okkur.Salmína
Salmína (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.