29.7.2006 | 01:39
Allt að koma :)
Ég vil byrja á því að þakka fyrir kveðjuna til okkar fjölskyldunnar sem birtist í sjónhorninu. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er gott og vel innrætt... En samband Skagfirskra kvenna hefur komið af stað söfnun fyrir stelpurnar, þetta er fólk sem þekkir okkur ekki neitt en kannast kanski við okkur úr vinnunni því við höfum verið að hugsa um foreldra þeirra eða afar og ömmur, en samt er þetta fólk tilbúið að gera allt sem í þeirra valdi stendur. :) Við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir allt sem allir eru búnir að gera fyrir okkur og sérstaklega fyrir stelpurnar og það er endalaust gott að fá bara kveðjur hérna inn á síðuna og smá knúz. Takk fyrir okkur.
Ég hef litlar fréttir að færa af stelpunum í dag. Brynja fékk að setjast í hjólastól og pabbi tók hana með sér á smá rúnt um spítalann :) Arna er búin að vera fín í dag en hún ruglar ekki eins mikið þegar hún er ekki þreytt en í dag þegar hún var orðin svoldið þreytt þá ætlaði pabbi með hana inn á herbergið sitt en hún neitaði að leggjast í þetta spítalarúm og vildi bara komast í sitt eigið. Mér finnst það nú svosem ekkért skrítið en það er alltaf best að vera í sínu eigin rúmi ;)
Ég skrapp á tónleika áðan með hljómsveitinni Sigurrós... það var rosalega gaman og alveg ótrúlega gott að komast aðeins út. Tónleikarnir voru haldnir úti á túni í Öxnadalnum og alveg ótrúlega mikið af fólki lagði leið sína þangað til að sjá hljómsveitina og skemmtileg stemmning að hafa þetta svona úti á túni uppi í sveit. :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.