27.7.2006 | 20:02
Framfarir ;)
Ég tók myndirnar af stelpunum út af síðunni... en mér fannst það e-h veginn ekki eiga við að setja myndir af þeim inn á síðuna í því ástandi sem þær eru. Ég ætla bara að halda áfram að blogga og leyfa fólki að fylgjast þannig með.
Arna er endalaust á bröltinu og það endaði með því að hún datt í morgun og hún meiddi sig í brotnu hendinni. Hún fór í myndatöku og það var ekki komið útúr henni seinast þegar ég frétti af þeim. Starfsfólkið á deildinni fór fram á það að aðstandendur hennar Örnu væru mættir klukkan 6. á deildina til að fylgjast með henni... Pabbi sagðist skyldu hugsa málið en mér finnst ekki hægt að ætlast til þess að fólk sé mætt þarna klukkan 6... Aðstandendur þurfa líka að fá hvíld... en það var búið að redda öryggisverði sem sytur fyrir utan herbergið hennar og fylgist með henni og lætur vita þegar hún vaknar og byrjar að brölta... Hún er greinilega að flíta sér að láta sér batna.
Brynja fór í lungnamyndatöku í dag og það kom allt vel útúr henni og hún er laus við barkaslönguna.. en gatið er ennþá opið svo hún getur ekki talað alveg strax. Hún er mjög dugleg að hósta og losa sig við slím úr lungunum og á morgun á hún að losna við þvaglegginn og þá er hún laus við held ég bara allar slöngur. Þá verður farið að setja hana í stól og svo hjólastól og þá getur hún betur farið að fara ferða sinna... en þetta kemur allt með kalda vatninu. Þær komast líklegast ekki á grensás fyrr en eftir verslunarmannahelgina en það er svo mikil mannekkla að það er verið að loka deildum og sjúklingar eru færðir á milli deilda svo að fólk komist í sumarfrí.
Jæja það er best að maður leggi sig nú í nokkra tíma svo maður hafi næturvaktina af í nótt
Athugasemdir
Vildi bara segja þér og ykkur að þið eruð hetjur. Guð blessi ykkur og vonandi verður batinn fljótur og alger.
Birna M, 27.7.2006 kl. 21:10
Varð að skila kveðju ég kem á morgun á sjá ykkur sætu stelpur ég vona að ég geti stutt ykkur eins og allir sem hafa gert það hingað til og munu gera áfram.
kveðja Margrét Linda
Margrét Linda (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.